Eldgos og jarðhræringar á Reykjanesskaga
Landris og aflögun jarðskopunnar frá Svartsengi við Þorfjarnarfell og austur að Kleifarvatni



Í lok febrúar 2020 hafði orðið varanlegt landris upp á 6 cm norðan Þorbjarnarfells í eldstöðvakerfi Svartsengis ◊. og í byrjun mars kemur inn aukið kvikuinnskot af miklu dýpi og virðist vera að mynda nokkurra metra þykkan, 6 km langan og 3 km breiðan laggang á 3 – 4 km dýpi samkvæmt GPS og bylgjuvíxlmælingum. 2



Öflugasta skjalftahryna frá árinu 1933 hófst á Reykjanessakga 24. febrúar 2021. Skjálftarnir hafa einkum verið á svæðinu frá Fagradalsfjalli og austur að Kleifarvatni.


Sjá einnig síðu um hraun Reykjanesskaga runnin á sögulegum tíma.


Staðsetning jarðskjálftamæla á Reykjanesskaga: 3



Kort og landslagsmyndir:


Varasamar gosgufur og samanburður á gosgufum: |Tlofttegundir|



Mælingar, © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12  2903  31.  0504  08.  12.  18.  21.  26.  0305  1005  1805   0206   1106   2606  1907  2707   0808   0909  0917  0917  0917  0930  2023-0803



Kort sem sýnir/sýndi staðsetningu vefmyndavéla



Beint vefstreymi RÚV frá eldstöðvunum í Geldingadölum.



Vefstreymi hjá Vísi (þe. Stöð2).



Vefstreymi frá vél Mbl.is, annað sjónarhorn



Hlekkur á Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands



Hlekkir á þvívíddarlíkön  3D   Náttúrfræðistofnunar Íslands af eldstöðinni við Fagradalsfjall: 210418  '23  '26  '0503 '10 '18 '0602  '11 '26    210727  210808   210909  210917



Hlekkur á Safetravel.is með myndkort og leiðbeiningum um gönguleiðir



Hlekkur í vef Veðurstofu Íslands um virkni á Reykjanesskaga
og síðu með upplýsingum um gosóróa [leita að "Fagradalsfjall (faf)"].



Kortasjá Landmælinga Íslands af gossvæðinu.



Gasmengunarspá Veðurstofu Íslands, vedur.is



0111
2023

Landrisið við Þorbjörn á Reykjanesskaga heldur áfram á sama hraða sbr. birtan texta hjá Veðurstofu Íslands. Nýjasta gervitunglamyndin, sem tekin var í gærkvöldi (31. okt. 2023) sýnir 5-6 cm aflögun á 12 daga tímabili með miðju norðvestan við Þorbjörn.


Sama aflögunarmerki sést á GPS-mælingum á svæðinu og nýjustu GPS-mælingar frá því í morgun sýna að hraði aflögunarinnar er svipaður síðustu daga.


Staðan getur breyst hratt


Kvikuinnskot er á um fjögurra kílómetra dýpi norðvestan við Þorbjörn og er staðsetning kvikunnar óbreytt frá því í gær þegar vart var við kvikuhreyfingar á svæðinu.


Þá um morguninn hófst ör skjálftavirkni sem var merki um kvikuhlaup og stóð það yfir í um 2 klukkustundir. Nýjustu gögn gefa ekki til kynna að kvika séa ð brjóta sér leið grynnra í jarðskorpunni en staðan getur hins vegar breyst hratt. 1


2510
2023
Öflug jarðskjálftahrina hófst í nótt skammt norðan við Grindavík. Yfir eitt þúsund jarðskjálftar hafa mælst á svæðinu frá miðnætti og heldur virknin enn áfram. Tveir stærstu skjálftarnir voru 3,9 að stærð kl. 5:35 og 4,5 að stærð kl. 8:18. Báðir skjálftarnir urðu á um 5 km dýpi. Nýjustu aflögunargögn frá nokkrum mælistöðvum nærri Grindavík sýna ekki markverðar breytingar tengdar þessarri skjálftahrinu. 1
0508
2023
Gosinu við Litla-Hrút lauk 5. ágúst 2023. Mynd af gígnum tekin úr þyrlu 29. ágúst 2023.
0308
2023
Mjög hefur dregið úr gosinu við Litla-Hrút og er talið líklegt að því ljúki á næstu dögum. Sjá graf: 2023-0803
1007
2023
Eldgos hófst í dag kl. 16:40 rétt norðan við Litla-Hrút á Reykjanesskaga. Þrír kvikustrókar standa upp úr 200 metra langri þrepstiga sprungu sem er norðan fyrri gosstöðva.
0709
2023
Mikil jarðskjálftahrina hefur staðið á svæðinu við Geldingadali að undanförnu. Henni virðist hafa lokið með stórum skjálfta 5,2 að stærð.
kl. 22:22:57 63,933 -22,146 5,3 km 5,2 99,0 1,6 km SA af Keili
2108
2022
Engin virkni sjáanleg og gosinu telst vera lokið.
0308
2022
Elgos hófst á ný í lok mikillar jarðskjálftahrinu 3. ágúst 2022 kl. 13:20 með kvikustrókavirkni á um 300 m langri sprungu í Meradölum. Sprungan er um það bil 1 km NA af megingígnum sem var virkur í gosinu á síðastliðnu ári. Sprungan virðist liggja yfir suðurenda berggangsins sem myndaðist í jarðskorðunni þegar skjálftahrinan sem hófst 19. júl. sl. gekk yfir.
3107
2022
Tæplega þrjú þúsund skjálftar hafa mælst í jarðskjálftahrinu sem hófst um hádegisbil í gær. Alls hafa 50 skjálftar yfir þremur mælst og fimm yfir fjórum að stærð. GPS-mælar benda til þess að kvikuhlaup orsaki skjálftavirknina.

Stór skjálfti 5,5 reið yfir laust fyrir klukkan 18:00. Skjálftinn átti uootök sín þrjá kílómetra austnorðaustur af Grindavík, á tæplega tveggja kílómetra dýpi. Skjálftin var 30 sinnum orkumeiri en stærstu skjálftar í þessari hrinu hingað til. Hann fannst vel á höfuðborgarsvæðinu, og allt austur á Hellu þar sem rúður titruðu í húsum. Hann var mjög öflugur í Grindavík og skemmdir urðu í kaldavatnslögn til Grindavíkur.

Skjálftinn [2022-07-31 T17:47:59 N 63.859 W22.393 Dýpi 3 km, 5.5 M 2,8 km NA af Grindavík] olli aflögun á yfirborði í nágrenni Grindavíkur eins og sjá má innan ferningsins á InSAR myndinni.
2906
2022
Ný grein um eldgosið við Fagradalsfjall var að birtast í Nature:

I. N. Bindeman, F. M. Deegan, V. R. Troll, T. Thordarson, Á. Höskuldsson et al. 2022: „Diverse mantle components with invariant oxygen isotopes in the 2021 Fagradalsfjall eruption, Iceland“ NATURE COMMUNICATIONS | https://doi.org/10.1038/s41467-022-31348-7

2305
2022
Nýjar gervihnattamyndir hafa borist úr Sentintel-1interferogram en eru þær frá 27. apríl - 21. maí 2022. Úrvinnsla og týlkun gagnanna [LOS] sýnir að landris hefur verið í kringum 40-45 mm síðan að nýjasta jarðskjálftahrinan hefur staðið yfir.1
1605
2022
Mikil jarðskjálftavirkni heldur áfram á Reykjanesskaga og einkum við Eldvörp. Síðdegis 220515 höfðu 9 skjálftar yfir 3 af stærð og tveir yfir 4. Samkvæmt GPS mælineti á Reykjanesskaganum og InSAR gervihnattamyndum eru færslu á yfirborði jarðar sem sýna þenslumerki er benda til kvikusöfnunar vesturaf Þorbirni líklega á 4-5 km dýpi.1
2712
2021
Yfirlitsmyndir frá Veðurstofu Íslands sem birtar voru í RÚV, sjónvarpi 27. 12.'21. Sú fyrri sýnir yfirlit yfir jarðskjálfta stærri en 3 og sú seinni er inSAR mynd sem sýnir allt að 5 cm aflögun jarðskorðunnar.
2312
2021
Skjálftahrina hófst á Reykjanesskaga 21. desember sl. og höfðu hátt í átta þúsund skjálftar mælst þann 24.12. Miðja skjálftanna er aðallega á milli Keilis og Nátthaga og á 5 til 8 km dýpi.

Fjarmælingar með GPS og inSAR sýna þenslu og svipuð merki og fyrir gosið í Geldingadölum í mars sl.1

Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að geymsluhólf hafi verið að myndast á sl. 800 árum og hafi legið þar uns fór að flæð úr því sl. febrúar þegar hnik á jarðskorðuflekunum opnaði leið til yfirborðs jarðskorðunnar. Eitthvað veldur því leiðin upp úr efsta hluta skorpunnar lokaðist og þess vegna er kvikan nú að safnast fyrir á 6 til 8 km dýpi þar sem hún brýtur skorpuna og kemur þannig af stað skjálftum.22

1812 2021 Þann 18.12.’21 voru liðnir 3 mánuðir frá því er hraun sást síðast koma úr gígunum í Geldingadölum og því er ljóst að goshrinan sem hófst 19. mars sl. stóð yfir í 6 mánuði. Samkvæmt aflögunarmælingum (GPS, inSAR) má sjá að kvikusöfnun er enn í gangi undir eldstöð9nni við Fagradalsfjall. Goslok!
0110
2021
Fjarkönnun á gosstöðvunum frá 30. sept. sl. sýna að sennilega hefur ekkert hraunflæði verið úr gígunum frá kvöldi 18. sept. sl. Mælingarnar staðfesta að gosið hefur legið alveg niðri.

Nú hefur sýnileg gosvirkni legið niðri frá 18. sept. '21 en etv. hefur hraunbráð runnið um göng neðan yfirborðs á hrauninu.

Talsverð skjálftavirkni hófst 27. sept. '21 og í dag varð skjálfti að stærðinni 3,8 SSV af Keili.

Skjálftahrynan hófst sl. mánudag og er skjalftamiðjan yfir NA enda gangsins.

Enn sem komið er virðast ekki jarðskorpuhreyfingar fylgja þessum skjálftum og þess vegna er ekki líklegt að um verulegar kvikuhreyfingar sé að ræða.

3 sviðsmyndir koma til greina:
  • Kvikurásin sem verið hefur í gangi sl. 6 mánuði getur verið að breytast og að gos sé að koma upp á nýjum stað. Sbr Surtseyjargosið.
  • Lok gossins sbr. Heklugos sem lokið hafa með skjálftahrynum.
  • Spennulosun vegna gangsins sem myndaðist viðupphaf gossins.
GPS og Insar mælingar hafa ennþá ekki sýnt breytingar á yfirborði Skjálftavirknin er á 5 – 7 km dýpi yfir NA enda gangsins sem myndaðist í byrjun gossins og við slíkt dýpi á skjálftum er ekki ólíklegt að smávægilegt streymi kviku komi ekki fram sem breytingar á yfriborði. 12

Nokkrir valdir skjálftar::

Dags

Tími

Breidd

Lengd

Dýpi

Stærð

Gæði

Staður

Föstudagur








01.10.2021

11:28:06

63,936

-22,180

5,8 km

3,8

99,0

0,7 km SSV af Keili

Föstudagur








01.10.2021

02:14:21

63,936

-22,180

5,8 km

3,0

99,0

0,7 km SSV af Keili

Föstudagur








01.10.2021

02:06:49

63,932

-22,184

6,3 km

3,6

99,0

1,2 km SSV af Keili

Fimmtudagur








30.09.2021

22:10:25

63,936

-22,180

5,8 km

3,2

99,0

0,7 km SSV af Keili

Fimmtudagur








30.09.2021

13:54:16

63,936

-22,180

6,2 km

3,5

99,0

0,7 km SV af Keili

Fimmtudagur








30.09.2021

11:14:28

63,931

-22,184

6,2 km

3,0

99,0

1,3 km SSV af Keili

Fimmtudagur








30.09.2021

01:52:08

63,937

-22,185

6,6 km

3,7

99,0

0,8 km SV af Keili

Miðvikudagur








29.09.2021

15:00:05

63,933

-22,180

6,1 km

3,0

99,0

1,0 km SSV af Keili

Samtals jarðskjálftar: 8








2009
2021
Mælingar á hraunflæði voru gerðar 17.09.‘21 með loftmyndum. Samanburður á landlíkönum eftir fjarmælingum sýna að meðaltal hraunrennslis yfir sl. 8 daga verið 11,8 m3/s. Þetta er sama hraunflæi og var lengst af í maí og júní og heldur meira ne það var í ágúst.

Mikið hraunbráð virðist hafa safnast saman undir yfirborði hraunsins og þess vegnar vakti það athygli þegar mikið hraun rann skyndilega fram Geldingadali og niður í Nátthafa miðvikudaginn 15. september sl. Samhliða seig hraunsléttan vestan og noðvestan gígsins um 3 – 4 m. 12
1309
2021
Veður hafur hamlað því að hægt væri að mæla hraunið við Fagradalsfjall fyrr en 9.09.‘21. Mælingarnar sýna að meðaltal hraunrennslis yfir síðustu 32 daga er 8,5 m3/s.  Nokkuð kröftugt gos var u.þ.b. helming tímans en það lá niðri þess á milli. Meðalrennslið á þeim tímum þegar gaus úr gígnum gæti því hafa verið uþb. tvöfalt meira.12

„Þegar mælingin var gerð þann 9. september hafði ekki gosið í 7 daga.  Á tímabilinu 8. ágúst til 2. september komu 16 hrinur sem þar sem gaus af verulegum krafti en á milli lá gosið niðri.  Í hverri lotu var sýnilegt gos í um helming tímans.  Á kyrru tímabilunum var gígurinn tómur og a.m.k. 70 m djúpur auk þess sem stundum var djúpt niðurfall í botni hans.  Við þær aðstæður hefur engin kvika komið upp um gosrásina.  Tíminn mun leiða í ljós hvort þessi lotubundna virkni heldur áfram eða hvort gosið tekur upp nýja hegðun.

Undanfarinn mánuð hefur hraunið ekki náð að renna út að jaðri á þeim stöðum sem fjærstir eru gígnum.  Þetta stafar af því að í þá 12-24 tíma sem virknipúlsarnir standa hefur hraunrennslið að mestu verið á yfirborðinu.  Kvikan kólnar því tiltölulega hratt og rennur styttra fyrir vikið.  Í staðinn fyrir að breiða mikið úr sér hefur hraunið hlaðið upp lítilli en tiltölulega brattri dyngju.  Gígbarmurinn rís hæst í 334 m hæð yfir sjó og vantar aðeins tæplega 20 metra upp á að hann nái sömu hæð og Stóri-Hrútur.“ Bein tilvitnun: 12

1209
2021
Gosið í Fagradalsfjalli tók aftur við sér eftir 9 daga langt hlé sem etv. má líkja við „kæfisvefn“. Kvikustrókar stóðu upp úr gígnum og hraunbráð flæddi frá gígnum um hraungöng undir yfirborðinu og sprautaðist upp um göt þar sem það myndaði falleg hraunreipi.

1008
2021
Mælingar á hraunflæði

Gosið í Fagradalsfjalli er um margt frábrugðið þeim gosum sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi. Flest gosin hafa átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss. Í Fagradalsfjalli er hinsvegar svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Rásin sem opnaðist var tiltölulega þröng og löng (nær niður á ~17 km dýpi) og flutningsgetan takmörkuð. Aukning í hraunflæði með tíma fyrstu sex vikurnar bendir til þess að rásin hafi víkkað heldur með tímanum, sennilega vegna rofs í veggjum hennar. Hegðunin frá í lok júní er mjög athyglisverð. Heldur dró úr fyrri hluta júlí en hraunflæðið jókst aftur samfara því að regla komst á kviðuvirknina um miðjan mánuðinn. Nú í ágúst er hraunflæðið aftur heldur minna en þegar mest var. Engin leið er að spá fyrir um goslok út frá hegðun gossins hingað til. 12
2707
2021
Mælingar á hraunflæði

Nýjar mælingar voru gerðar á þriðjudag 27. júlí, en þá voru teknar loftmyndir með Hasselblad myndvél Náttúrufræðistofnunar úr flugvél Fisfélagsins. Gosmökk lagði yfir hluta Geldingadala og syðsta hluta Nátthaga en að öðru leyti voru aðstæður góðar. Gerð hafa verið landlíkön eftir þessum mælingum og þau borin saman við eldri gögn.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12



Þar sem gögnin úr flugmælingu 19. júlí eru ekki að fullu sambærileg, eru gögnin nú borin saman við heildarkortlagninguna sem gerð var 2. júlí. Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 2. júlí – 27. júlí (25 dagar) mælist um 11 m3/s. Til samanburðar bendir frekari skoðun gagnanna frá 19. júlí, sem fengin voru með sniðmælingum úr TF-FMS og mælingum á merkjum við hraunjaðar, að meðalrennslið 2.-19. júlí hafi verið milli 8 og 9 m3/s. Tölur fyrir báðar mælingarnar eru sýndar á línuritinu.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021.

Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli en þeirra lengst var fjögurra sólarhringa kyrrð 6.-9. júlí. Frá 17. júlí hefur verið meiri regla, með öflugu gosi í 10-15 tíma og síðan álíka löng kyrr tímabil á milli.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Hraunið er nú 109 millj. rúmmetrar og flatarmálið 4,3 ferkílómetrar. Ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga og í Syðri Meradölum í meira en þrjár vikur þegar þetta er skrifað, öll aukningin hefur orðið í Meradölum og vesturhlíð þeirra.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Fyrir viku síðan kom það fram hér að gosið væri minnkandi. Mælingarnar 2. og 19. júlí auk athugana í Meradölum sýndu þetta. En nýjasta mælingin bendir til þess að hraunrennslið hafi vaxið á ný, enda hefur meðalþykknun í Meradölum síðustu 8-10 daga verði um 1 metri á dag. Því er engin leið nú að segja til um goslok.

Yfirlit um hraunflæði (uppfært 29. júlí) © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12
Skipta má gosinu í fjögur tímabil:

Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu hraunrennsli, að meðaltali um 6 m3/s.

Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s. Eftir þetta tímabil hefur virknin verið öll í einum gíg.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Þriðja tímabilið stóð í tvo og hálfan mánuð og endaði í lok júní. Hraunrennsli var lengst af nokkuð stöðugt, um 12 m3/s. Hraun rann ýmist í Geldingadali, Meradali eða Nátthaga. © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Fjórða tímabilið hófst í lok júní. Það einkennist af kviðukenndri virkni. Hraunrennsli virðist hafa sveiflast töluvert á þessu tímabili. © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Í yfirliti þann 22. júlí var frá því greint að hraunrennsli hefði minnkað fyrir hluta júlímánaðar og ef sú þróun héldi áfram stefndi í að gosið fjari út. Nýjustu mælingarnar þann 27. júlí sýna að þessi þróun hefur snúist við. Hraunrennslið hefur aukist aftur og er sennilega jafnmikið nú eða meira en var þegar mest var í júní. Óvissa í mati á rennsli síðustu 7-10 daga eru hinsvegar of mikil til að hægt sé að setja fram áreiðanlega tölu. Því verður að duga nú að nota meðalrennslið milli 2. og 27. júlí, sem eru 11 m3/s þó sennilega eigi hærri tala við um síðustu 7-10 daga tímabilsins.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Rétt er að taka fram að mælingarnar sýna rúmmál og breytingar á því. Eðlismassi hrauns getur verið breytilegur og á það hefur verið bent að t.d. næst gígum sé holrými meira en fjær. Ekki er gerð tilraun til að meta þessi áhrif hér, að finna jafngilt rúmmál þétt bergs eða massa hraunsins. Algengt mat er að rúmmál þétt bergs sé um 80% af heildarrúmmáli og er sennilegt að svipað eigi við um hraunið í Meradölum, Geldingadölum og Nátthaga en að holrými sé meira næst gígnum.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Gosið í Fagradalsfjalli er um margt frábrugðið þeim gosum sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi. Flest gosin hafa átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Í Fagradalsfjalli virðist þessu vera nokkuð öðruvísi varið. Þar er svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði mestu um kvikuflæðið. Rásin sem opnaðist var tiltölulega þröng og löng (nær niður á ~17 km dýpi) og flutningsgetan takmörkuð. Aukning í hraunflæði með tíma fyrstu sex vikurnar bendir til þess að rásin hafi víkkað heldur með tímanum, sennilega vegna rofs í veggjum hennar. © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Hegðunin frá í lok júní er mjög athyglisverð. Rennsli var heldur minna fyrri hluta mánaðarins en var í júní en virðist svo hafa aukist aftur samfara því að regla komst á kviðuvirknina um miðjan mánuðinn. Forsendur hafa því breyst frá því síðasta mat var gert. Ekki er hægt að segja til um hvenær þessu gosi lýkur, við þurfum bara að bíða og sjá. © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Stærð
Besta leiðin til að meta stærð gossins í Fagradalsfjalli er að kortleggja hraunið og reikna rúmmál þess á hverjum tíma. Þannig fæst meðalhraunrennsli milli mælinga. Rúmmál hraunsins á hverjum tíma og hraunrennsli eru sýnd á meðfylgjandi línuritum auk þess sem sýndar eru niðurstöður efnagreininga á kvikunni og reiknuð losun gass frá eldgosinu.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Jarðefnafræði
Nýjustu niðurstöður um efnasamsetningu kviku (23. apríl)
Efnasamsetning kvikunnar sem gýs í Geldingadölum og rennur niður í Meradali hefur breyst með tíma. Breytingin kemur best fram í þyngdarhlutföllum utangarðsefna (þeirra sem velja kvikubráð fram yfir kristalla) og túlka má á tvenna vegu. Annars vegar kunna bráðir mismunandi möttulefna að blandast saman áður en kvikan rís í gegnum jarðskorpuna. Hins vegar gæti kvika mynduð við minni hlutbráðun möttulefnis verið farin að gjósa í auknum mæli. Seinni túlkunarmöguleikinn bendir til minni kvikuframleiðslu úr möttulefni sem með tíð og tíma mun leiða til gosloka. Fleiri mælingar á samsætuhlutföllum munu hjálpa til við að velja á milli þessara túlkunarmöguleika.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Heildarberg-efnagreiningar hafa verið gerðar með ICP-OES (Inductively Coupled Plasma – Optical Emission Spectroscopy ) tæki Jarðvísindastofnunar. Þær eru gerðar á hraunsýnum teknum með reglulegu millibili. Í þessari aðferð er LiBO2 flúx bætt við mulin bergsýni, bræðslumark þeirra lækkar í kjölfarið og þau því auðbrædd við 1000°C. Bráðin myndar gler við hraða kælingu. Glerið er leyst upp í sýrublöndu en sú blanda er síðan mæld beint. Þessi aðferð er notuð til að greina öll aðalefni bergsins ásamt nokkrum snefilefnum.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12

Línuritið sýnir þungaprósentu (wt.%) magnesíumoxíðs (MgO) og hlutfall kalíumoxíðs og títanoxíðs (K2O/TiO2) í kvikunni. K2O/TiO2 er hlutfall tveggja utangarðsefna sem ekki ganga greiðlega í þá kristalla sem verða til við kólnun basaltbráðar af þessari samsetningu. Fyrir vikið helst hlutfallið því sem næst óbreytt gegnum þau kristöllunarferli sem eru í gangi og er því næmt fyrir breytingum í bráðarsamsetningu og innkomu nýrra bráða. Mikilvægt er að fylgjast með þróun kvikunnar með tíma og verða þessar mælingar gerðar reglulega meðan gosið varir, á svipaðan hátt og mælingar á rúmmáli og reikningar á hraunrennslinu.© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands 2021:12
© Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands/rannsóknir.

2307
2021
Nýjar fjarmælingar voru gerðar á mánudag 19. júlí. Gerð hafa verið landlíkön eftir mælingunum og þau borin saman við gögnin frá 26. júní.

Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 26. júní – 2. júlí (6 dagar) var rúmlega 10 m3/s en fyrir 2.-19. júlí (17 dagar) er meðalrennslið 7,5 m3/s.

Gosvirknin breyttist í lok júní. Þá tók virknin að sveiflast milli tímabila með öflugu hraunrennsli og síðan kyrrum tímabilum á milli. Mælingarnar nú sýna að hraunflæði hefur dregist verulega saman. Gosið er því greinilega minnkandi.

Hraunið er nú 96 millj. km3 og flatarmálið rétt tæpir 4 km2. Aukning í flatarmáli hefur verið mjög lítil síðustu þrjár vikur enda hefur hraunið að langmestu leyti safnast fyrir í Meradölum og í brekkunni vestan þeirra. Undafarnar tvær vikur hefur ekkert hraun runnið í Geldingadölum, Nátthaga og í Syðri Meradölum. © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands/rannsóknir.
0407
2021
Nýtt kort frá savetravel.is af gosstöðvunum sótt 4.7.'21 og gskjáskot frá 3.7.'21

Gervitunlamynd frá 210703 sýnir mikla virkni í gígnum og undir hrauninu
2606
2021
Nýjar fjarrmælingar voru gerðar á laugardag 26. júní. Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 11.-26. júní (15 dagar) var 13 m3/s sem er svipað og verið hefur síðan snemma í maí, en þó hæsta tala sem sést hefur það sem af er gosi. Munurinn á þessari tölu og þeim sem komið hafa undanfarnar vikur er hinsvegar ekki marktækur. Hraunrennslið hefur því haldist nánast stöðugt í tæpa tvo mánuði, að meðaltali tvöfalt meira en var fyrstu sex vikurnar.

Hraunið mælist nú tæplega 80 millj. m3 og flatarmálið 3,82 km2. Aukning í flatarmáli á dag er ívið minni en var milli síðustu mælinga (2.-11. júní) (um 40.000 fermetrar á dag í stað 60.000 m2/dag). Á móti kemur að þykknun í Meradölum austanverðum hefur verið 10-15 metrar og og 15 metrar í Nátthaga sunnanverðum. Mest hefur þykknunin þó verið í Geldingadölum sunnan og austan við gíginn, um 20 metrar. © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands/rannsóknir.
1906
2021
Kvikustrókavirkni virðist hafa minnkað en gosið heldur þó áfram af miklum krafti og flæðir af milum krafti úr gígnum enda er minna um díla í hraunbráðinu og það því orðið meira þunnfljótandi en áður.20
1506
2021
Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 2.-11. júní (9 dagar) er tæplega 12 m3/s sem er óbreytt rennsli frá næsta tímabili á undan (18. maí – 2. júní). Hraunrennslið hefur því haldist nánast stöðugt undanfarnar sex vikur og verið tvöfalt meira en var að meðaltali fyrstu sex vikurnar. Hraunið mælist nú 63 millj. m3 og flatarmálið 3,23 km2. Flatarmálið hefur aukist töluvert frá síðutu mælingu eða um rúmlega 60.000 m2 á dag.
0806
2021
Hraunið hagar sér ekki eins og í kennslubókum og enda má sjá kambahraun / broddhraun [spiny pahoehoe lava] og klumpahraun [rubbly pahoehoe lava] og hraunrásir sem hreykja sér.19
0506
2021
Hraunflæðið um skarðið við „Gónhól“ hefur aukið svo á hraunmagnið í syðri Mererdölum að hraunelfur flæddi yfir vestari varnargarðinn kl. ~ 10:30 og niður í Nátthaga.
0406
2021
Um kl. 09 í morgun 4.6.'21 rann hraun yfir vinsælu gönguleiðina í skarðinu yfir á svokallaðan „Gónhól“ en á honum var vinsælasti útsýnisstaðurinn til að fylgjast með gosinu í gígnum.   

„Gónhól“ getur þó varla kallast óbrennishólmi enn vegna stærðar og hæðar en etv. seinna.

0306
2021
Tekið nánast beint af © Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands/rannsóknir.

„Nýjar fjarmælingar voru gerðar 2. júní 2021 og einnig hafa landlíkön af Fagradalshrauni. Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 18. maí – 2. júní (15 dagar) er 12.4 m3/s. Þessi mæling staðfestir að sú aukning á hraunrennsli sem varð í byrjun maí hefur haldist. Hraunrennsli í maí var því tvöfalt meira en var að meðaltali fyrstu sex vikurnar. - Hraunið mælist nú 54 millj. rúmmetrar og flatarmálið 2,67 km2. - Mælingarnar nú sýna að engin merki eru um að það dragi úr gosinu. Þvert á móti hefur það frekar aukist með tímanum. Hversu lengi það varir er ómögulegt að segja til um á þessu stigi.

Eins og áður hefur komið fram má skipta gosinu í þrjú tímabil:

Fyrsta tímabilið stóð í um tvær vikur og einkenndist af fremur stöðugu en þó örlítið minnkandi hraunrennsli. Rennslið lækkaði úr 7-8 m3/s í 4-5 m3/s á tveimur vikum.

Annað tímabilið, sem einnig stóð í tvær vikur, einkenndist af opnun nýrra gosopa norðan við upphaflegu gígana. Hraunrennsli var nokkuð breytilegt, á bilinu 5-8 m3/s.

Þriðja tímabilið, síðustu sjö vikur, hefur einn gígur verið ráðandi og kemur allt hraunið úr honum. Nú er hægt að skipta þessu tímabili í tvo hluta. Fyrst voru þrjár vikur þar sem rennslið var 5-8 m3/s og heldur vaxandi. Undanfarinn mánuð hefur rennslið verið 11-13 m3/s. Þrátt fyrir þessa aukningu getur hraunrennslið ekki talist mikið miðað við mörg önnur gos.

Gosið í Fagradalsfjalli er um margt frábrugðið þeim gosum sem við höfum orðið vitni að undanfarna áratugi. Flest gosin hafa átt upptök í kvikuhólfum undir megineldstöðvum þar sem þrýstingur í hólfinu og stærð þess virðist ráða mestu um stærð og lengd goss.

Í Fagradalsfjalli virðist þessu vera nokkuð öðruvísi varið. Þar er svo að sjá að aðstreymisæðin og eiginleikar hennar ráði miklu um kvikuflæðið. Rásin sem opnaðist var tiltölulega þröng og löng (nær niður á ~17 km dýpi) og flutningsgetan takmörkuð. Aukning með tíma bendir til þess að rásin fari víkkandi, sennilega vegna rofs í veggjum hennar. Ekki er að sjá að þrýstingur í upptökum hafi minnkað að ráði og því vex flæðið með tímanum þar sem rásin stækkar. Engin leið er á þessari stundu til að segja til um hve lengi gosið muni vara eða hvort hraunrennslið muni halda áfram að aukast.

Stærð Besta leiðin til að meta stærð gossins í Fagradalsfjalli er að kortleggja hraunið og reikna rúmmál þess á hverjum tíma. Þannig fæst meðalhraunrennsli milli mælinga. Rúmmál hraunsins á hverjum tíma og hraunrennsli eru sýnd á meðfylgjandi línuritum auk þess sem sýndar eru niðurstöður efnagreininga á kvikunni og reiknuð losun gass frá eldgosinu.“14

2405
2021
Hruntjörn í nágrenni virka gísinssins (#5a) hefur verið að stækka jafnt og þétt og hefur í raun myndað miðlunarlón fyrir hraunflæðið. Lega hennar er með þeim hætti að hún getur veitt hraunbráði í opnum eða lokuðum rásum niður í Merardali, inn í Geldingadali eða niður í Nafnlausadal. Aðal aðfærsuæðin frá gígnum er gegnum gígbarmana undir yfirborði hrauntjarnarinnar inni í gígnum en í mestu kvikustrókunum vellur kvikan út um yfirfallið í gígnum og út í miðlunarlónið. Stundum brýst haurnbráð út við rætur tjarnarbakkanna (miðlunarlónsins). Þessi ofan- og undirhlaup hafa verið áberandi í síðustu viku og þess vegna er stór hluti hraunsins í Nafnlausadal þakinn nýju helluhrauni. Þetta er athyglisverð þróun því að myndun svona miðlunarlóns fyrir hraunbráð er grunnskilyrði fyrir myndun hraunskjaldar (dyngju).18



2305
2021
Hafist var handa við að reisa varnargarða 14. maí sl. til að hindra að haunelfurin frá gígnum í Geldingadölum tæki upp á því að renna niður í Nátthaga. Fyrst var 4 m háum görðum rutt upp en þeir síðan hækkaðir í 8 m 18.05. maí sl. Þetta kom að litlu gagni því að hraunið flæddi yfir eystri garðinn að morgni 22. maí 2021. Hraunið féll í glóandi fossi niður í Nátthaga. Í morgun var tekið eftir því að hraunið væri einnig farið að renna yfir vestari garðinn.

1905
2021
Nýjar fjarmælingar voru gerðar í gær, þriðjudag 18. maí og hafa nú verið unnin landlíkön af hrauninu í og umhverfis Geldingadali. Meðalhraunrennslið yfir tímabilið 11.-18. maí (8 dagar) eru 11 m3/s, aðeins minna en vikuna á undan, en að teknu tilliti til óvissu í mælingunum er munurinn ekki marktækur. Síðustu tvær vikur hefur gosið því verið tvöfalt öflugra en það var meðaltali fyrstu sex vikurnar. Hraunið mælist nú 38,3 millj. rúmmetrar og flatarmálið 2,06 ferkílómetrar.15

Línuritið sýnir hlutfall af massa kalíumoxíðs og títanoxíðs [MgO & K2O/TiO2]. Hlutfall utangarðsefna tveggja [K2O/TiO2] (græna línan) sem ekki ganga greiðlega í þá kristalla sem verða til við kólnun basaltbráðar af þessari samsetningu er mikilvægt til sýna uppruna bráðsins. Hlutfallið helst því sem næst óbreytt gegnum þau kristöllunarferli sem eru í gangi en er næmt fyrir breytingum í samsetningu bráðar og innkomu nýrra bráða td. við hlutbráðnun. Efnasamsetning hraunsins í Geldingadölum við Fagradalsfjall hefur breyst með tímanum. Breytingin sýnir efnasamsetningu sem gefur til kynna að bráðið myndist á miklu dýpi ofarlega í möttlinum og að lítið hlutbráð eigi sér stað.17

1105
2021
Nýjustu gögn úr fjarkönnun 10.05‘21 sýna verulega aukningu á hraunrennsli í Fagradalsfjalli síðustu vikuna. Meðalrennslið yfir tímabilið mælist 13 m3/s sem er miklu meira en þeir tæplega 8 m3/s sem áður hafa mælst. Aukið flæði hefur haldist í hendur við hækkandi kvikustróka og öfluga framrás hraunsins í Meradölum. Gosið er nú tvöfalt öflugra en það hefur verið lengst af. Merki um aukningu hafa þó verið undanfarnar tvær vikur en mælingin nú tekur af öll tvímæli.15

Hraunáin og gosvirknin virðist í raun vera að haga sér sjálfstætt. Líklega er um að ræða rás sem ekki er að sjá frá yfirborði í gígnum og fer beint út í hraunána og viðheldur flæðinu í hraunánni þrátt fyrir breytingarnar sem er að sjá og yfirfallið í tengslum við kvikustrókana.

Afgösunin sem veldur sprengivirkninni byrjar líklega á 70 – 80 m dýpi. Þetta eru bæði litlar og stórar blöðrur sem þenjast út á leiðinni upp til yfirborðs í hluta gosrásarinnar og sennilega í henni miðri. Síðan er samfelld kvika sem streymir upp með hliðunum og fer þá beint inn í rásina sem við sjáum ekki.

Sl. laugardag (8.5.‘21) sást yfirfall frá hraunánni sem var mjög þunnfljótandi og myndaði helluhraun sitt hvoru megin við hraunbreiðuna í Nafnlausadal og á sama tíma var apalhraun að myndast í Meradölum en á milli þessara staða er innan við 1 km. Myndun helluhrauns eða apalhrauns á lítið skylt við virknina í gígunum sjálfum heldur miklu frekara hitabúskapinn í flutningskerfinu sem er að flytja kvikuna til þeirra staða þar sem hraunið er að vaxa.16

1005
2021
Gosið virðist halda áfram með hraunrennsli úr gígnum. Kvikustrókarinir eru lægri og lengra á milli þeirra.

„Brennisteinsmóðan, sem fylgir eldgosinu í Geldingadal, sást vel á LANDSAT-8 gervitunglamynd (NASA & USGS) sem tekin var 9.5.2021. Móðan (SO2) sker sig úr öðru skýjafari með ákveðnum bláma. Það sérstæða við myndina er að skuggarnir af brennisteinsmóðunni skera sig einnig frá öðrum skuggum. Skuggarnir eru gulir - og eru áberandi vegna gulleita blæsins sem einkennir brennisteinsmóðuna. Móðan varpar gulleitum skuggum á landið þegar sólin skín í gegnum hana. Meðfylgjandi er einnig ljósmynd, tekin „í hina áttina“ - þe. af jörðu í átt til sólar, sem sýnir þetta litaspil. Sem sagt, móðan síar bláa litinn úr sólarljósinu og þá verður gula ljósið eftir.“15  
0705
2021
Ekkert lát virðist vera á gosinu. Aðeins gýs úr einum gíg með ólgandi hrauntjörn og fæðir hún hraunrennslið neðan gígbarmanna. Með nokkurra mínútna taktföstu millibili berast gasblöðrur til yfirborðsins og kvikustrókar þeytst 300 - 400 m til himins.
0405
2021
Mælingar á hraunflæði með fjarkönnun: Heildarrennsli frá öllum gígum dagana, 18.-21. apríl hafi að meðaltali verið rúmir 5 m3/s. Svo virðist sem rennslið hafi leitað aftur í langtímameðaltalið, en þá 33 daga sem gosið hefur staðið reiknast það 5,6 m3/s. Rúmmál gosefna er nú orðið 23 milljón rúmmetrar og nú er flatarmál hraunsins orðið 1,4 km2.

Gosvirknin hefur færst í einn gíg og þar skiptist á mikil 100 - 200 m kvikustrókavirkni með blámóðugasi og nokkurra mínútna hléum á milli. Hraunflæðið undan gígnum virðist samt stöðugt.
0205
2021
Gosvirknin breyttist á miðnætti sl. og varð skrykkjóttari. Aðra stundina dettur virknin niður og hraunbráðið í gígnum virðist lækka og hraunflæðið úr gígnum minnka eða jafnvel stöðvast. Virknin rífur sig svo upp aftur með öflugum og enn hærri kvikustrókum en áður höfðu sést sem ná jafnvel 300 m hæð. Kvikusletturnar þeyttust í nálægar mosabrekkur og kveiktu talsverða sinuelda.

2704
2021
Á miðnætttti sl. Breyttist goshegðunin með meiri sprngivirkni og kvikustrókum. Kvikustrókarnir spýtast nú hátt í 50 metra í loft upp, samanborið við þá 10 til 15 metra sem kvikan hafði spýst hingað til.

Er kvikan í Geldingadölum komin úr möttlinum? (Sjá svar Sigurðar Steinþórssonar á Vísindavefnum.

2604
2021
Mælingar með fjarkönnun: Rúmmál gosefna er nú orðið 18,5 milljón rúmmetrar og flatarmál hraunsins 1,13 km2 ferkílómetrar. Meðalþykktin er rúmir 16 metrar. Mesta breytingin síðustu fimm daga hefur verið í dældinni milli Stórahrúts og hnjúkanna austan Geldingadala, þar sem hraunið hefur þykknað um marga metra auk þess að breiða úr sér. Einnig er nýja tungan niður í Meradali, þar sem þykktin fer yfir 10 m í gilinu. 14

Efnasamsetning kvikunnar sem gýs í Geldingadölum og rennur niður í Meradali hefur breyst með tíma. Breytingin kemur best fram í þyngdarhlutföllum utangarðsefna (þe. þeirra sem velja kvikubráð fram yfir kristalla) og túlka má á tvenna vegu.
  1. Annars vegar kunna bráðir mismunandi möttulefna að blandast saman áður en kvikan rís í gegnum jarðskorpuna.
  2. Hins vegar gæti kvika mynduð við minni hlutbráðun möttulefnis verið farin að gjósa í auknum mæli.

Seinni túlkunarmöguleikinn bendir til minni kvikuframleiðslu úr möttulefni sem með tíð og tíma mun leiða til gosloka. Fleiri mælingar á samsætuhlutföllum munu hjálpa til við að velja á milli þessara túlkunarmöguleika..

2204
2021
Mælingar á hraunflæði með fjarkönnun: Heildarrennsli frá öllum gígum dagana, 18.-21. apríl hafi að meðaltali verið rúmir 5 m3/s. Svo virðist sem rennslið hafi leitað aftur í langtímameðaltalið, en þá 33 daga sem gosið hefur staðið reiknast það 5,6 m3/s. Rúmmál gosefna er nú orðið 15,7 milljón rúmmetrar og nú hefur hraunið náð einum ferkílómetra að stærð.
Meðalþykktin er tæpir 16 metrar sem er mikið fyrir ekki stærra hraun. Ástæðan sú að gosið hefur að miklu leyti verið að fylla Geldingadali, þó svo að hraun hafi runnið víðar. Mesta hraunþykkt í norðanverðum Geldingadölum er nú orðin 45-50 metrar. 14  
1904
2021
Gosið virðist enn halda áfram af fullum krafti nema hvað nyrsti gígurinn virðist kulnaður (gígur nr. 2) Mælingar á hraunflæði með fjarkönnun: Heildarrennsli frá öllum gígum í sex sólarhringa, 12.-18. apríl er talið hafa verið tæpir 8 m3/s og flatarmálið hraunsins er orðið 0,9 km2 og heildarrúmmál nú orðið rúmir 14 millj. m3.14
Meðalrennsli sl. 30 sólarhr. 5,6 m3/s (GK)
1704
2021
Merki komu fram á tækjum Veðurstofu Íslands um einhvern óróa við gosstöðvarnar og þegar betur var að gáð kom í ljós að 8. gosopið á sprungunni hafði myndast á gossprungunni.
1504
2021
Hraun frá nýju gosopunum rann yfir gönguleið A síðdegis í gær.

Ekkert bendir til þess að það sjái fyrir endann á gosinu og hraunflæði hefur verið nokkuð stöðugt frá upphafi goss, þó hægt sé að greina litlar sveiflur inn á milli. Enn er mesta skjálftavirkni á Reykjanesskaga norðarlega í kvikuganginum, við Litla-Hrút og að Keili. Lítil aflögun mælist á þessu svæði bæði á GPS tækjum og í gervitunglagögnum.13
1404
2021
Kort sem sýnir nýju gígana fjóra sem opnuðust í gær.
1304
2021
Samkvæmt fréttum voru 4 eða 5 nýir gígar að opnast upp í gegnum hraunið á milli gíga ① 19.03.'21, og ③ 7.04.'21.
1204
2021
Nýustu gögn úr fjarkönnun af gossprungunni frá Geldingadölum að gígnum ofan Meradala. Hraunrennslið sem jókst við tilkomu nýju gíganna hefur nú nánast fallið niður í það sem það var 31.03 og svo virðist sem aukningin sem kom fram við að nýju gígarnir opnuðust hafi gengið til baka. Meðaltal hraunrennslis undanfarna fjóra sólarhringa hefur verið tæpir 5 m3/s. Hraunið hefur hlaðist upp og þykknað og þess vegna hefur flaðarmálið aukist lítið.
1004
2021
Nýr gígur opnaðist í nótt [21-0410 kl. 05:45] á gossprungunni á milli 3. [7. apríl] og 2. [5. apríl] gígsins. Afmörkun hættusvæðis á gosstöðvunum sem gildir til 16. apríl hefur verið gefið út.
0904
2021
Yfirlit yfir gosstöðvarnar.
0804
2021
Gosið virðist halda áfram með líkum hætti og í gær. Síðustu mælingar sýna að ekkert lát er á gosinu og að kvikan er sú sama og í byrjun. Kvikan hefur myndast grunnt í möttlinum á 17 – 20 km dýpi.11 Á mörkum jarðskorpu og möttuls.
0704
2021
Gos er byrjað á sprungum NA. af gígunum í Geldingadölum. Þar hefur kvika frá ganginum brotið sér leið upp á yfirborðið og rennur hraun frá nyrsta gígnum niður í Meradali.

Ekki er ljóst hvort hraunrennslið hafi aukist við fjölgun gíganna eða hvort þeir séu að skipta ~ 6 - 7 m3/s á milli sín.
0504
2021
Gesið heldur áfram á nýju sprungunni og virkni er enn í gígunum í Geldingadölum. Heildarrennsli hrauns er líklega ~ 10m3/s. Ný fjarkönnunarmæling er hér: og mælling frá 31. mars sl. er einnig hér:
0504
2021
Í hádegisfréttum nú 5. apríl var tilkynnt um að ný 100 m löng sprunga hefði myndast ~ 500 m NA af gígunum í Geldingadölum. Sjá skjáskot af vél RÚV. Heildarhraunrennslið er nú talið ~ 10 m3/s.
0404
2021
Jarðskjálfti 3M, D 5,7 km varð kl. 02:04:54 1,5 km SV af Keili eða ~ miðja vegu á milli Keilis og Litla Hrúts. Þetta er fyrsti skjáltinn ≥ 3M sem mælst hefur síðan gosið í Geldingadölum hófst þann 19. mars sl.
0304
2021
Þorvaldur Þórðarson, eldfjallafræðingur, gerir ráð fyrir að hraun flæði úr Geldingadölum eftir eina til tvær vikur. Hraunpollur sem myndast hafði norður af gígnum Norðra tæmdist að hluta í nótt. Yfirborð hraunpollsins, eða hrauntjarnarinnar, lækkaði um þrjá til fjóra metra í nótt. © Tekið af vef RÚV.
0104
2021
Brotnað hefur úr gígbörmunum og brotin hefur rekið með straumi hraunkvikunnar.
Á fésbókarsíðu Eldfjalla- og náttúruvárhóps Suðurlands kemur fram að þau segjast hafa séð nornahár en þau myndast gjarna þar sem þunnfljótandi kvikuslettur þeytast upp úr gígum.
3103
2021
„Nýjasta mælingin á hrauninu sem var gerð 31. mars 2021 með loftmyndatöku úr flugvél og bendir ekki til þess að það dragi úr gosinu svo neinu nemi. Nánari skoðun á mælingunni frá 30. mars sl. sýnir að erfitt er losna við ákveðna galla í gögnunum. Þeim mælingum voru þv teknar út. Meðalrennsli hraunsins milli 29. og 31. mars er metið rúmlega 5 m3/s. Nýjar mælingar á jarðefnafræði sýna ekki marktæka breytingu frá byrjun goss.“ 10   
3003
2021
Gosið í Geldingadölum er tilkomumikið að nóttu til eins og sést á meðfylgjandi mynd.
2903
2021
Gosið virðist halda áfram með óbreyttu rennsli hraunkvikunnar, 6 m3/s, en gígarnir höfðu hrunið.
2703
2021
Gosið virðist halda áfram með líku hraunrennsli og áður. Bláar gufr [SO2 og SO4] berast undan viðndi frá gígunum og auk þess má gera ráð fyrir CO2 og jafnvel CO sem er banvæn. |Tlofttegundir|

Ef um dyngjugos er að ræða má gera ráð fyrir því að gastegundirnar sem koma upp við gosið séu líkar því sem berast frá eldfjallinu Kīlauea á Hawaii. Þar eru 99% af þeim gastegundum sem berast frá eldfjallinu við gos koldíoxíð (CO2), vatnsgufa (H20), og brennisteins díoxíð (SO2). Í þeim eina hundraðshluta sem ótalinn er finnst örlítið af vetnissúlfíði (H2S), kolmónoxíði (CO), vetnisklóríði (HCl), vetnisflúoríði (HF) og öðrum gastegundum í mun minna magni. 9

Í aðalgíg (summit) Kīlauea á Hawaii sem er yfir heitum reit er áberandi hve gildi CO2 er hátt en vatnsgufu, H2O, lágt miðað við önnur eldgos sem frá kviku sína ofarlega í jarðskorpunni. Þá er hátt hlutfall CO2/SO2 einnig áberandi.

Gosgufur geta verið mjög varasamar í nágrenni eldstöðva og aðrar eins og SO2 getur borist langar leiðir með lofthjúpnum.
2503
2021
Gosið heldur áfram með sama styrk og undanfarna daga og má sjá það af óróamælingum með mæli í nææagrenni eldstöðvarinnar. Litlu gígarni hafa nú sameinast þannig að nú flæðir þunn kvikan nú upp um tvo gíga. Verkfræðistofan EFLA birti 3D mynd af eldstöðinni og hrauninu Slóðin er hér
2403
2021
Gosið heldur áfram með sama hraunflæði amk. 5 m3/sek. Hrauntjarnir myndast fyrirvaralaust við hraunjaðarinn og sýna vel hve seigja hraunsins er lítil.

Fjarmælingar frá 210323 sýna að mesta þykkt hraunsins var þá 22 m,
2303
2021
Gosvirkni virðist óbreytt með 5-10 m3/sek. hraunrennsli. Björgunarsveitir hafa lokið við að stika stystu leiðina frá suðurstrandnavegi [427] að eldstöðvunum í Geldingadölum
2203
2021
Kvikan í gosinu myndar tiltölulega frumstætt basalt og frábrugðið því basalti sem kom upp í sprungugosunum á Reykjanesskaga á 9. og 12. öld. Gosbergið líkist frekar berginu í dyngjunum á skaganum. Kvikan virðist frumstæð sem bendir til þess að hún hafi verið tiltölulega stutt í jarðskorpunni á leið sinni frá möttlinum. Samsetning glers og kristalla bendir til þess að kvikan hafi verið um 1.180°C – 1.190°C eða 20°C heitari en Holuhraunskvikan þegar hún kom upp.7

Kvikan er MgO rík og líkist basalti úthafshryggja þe. ólívín-þóleiíti  líku því sem gaus fyrir 7000 – 8000 árum þegar dyngjurnar Sandfellshæð og Þráinsskjöldur mydnuðust. Kvikan hefur myndast grunnt í möttlinum á 17 – 20 km dýpi. Mælingar sýna þó að hún hafi aðeins staldrað við á 1 – 2 km dýpi.

Hugsanlegt er að þetta gos geti staðið lengi og benda má á að Kīlauea eldstöðin á Hawaii gaus frá 1983 til 2016 með álíka kvikurennsli lengst af, 5 – 10 m3/sek.

Flæðilíkan hefur verið gert sem miðar við hraunið 17 dögum eftir upphaf gossins.

Hrauntjörn virðist hafa myndast í hrauninu. Srorknuð skel myndast við hraunjaðrana og á yfirborðinu en undir kraumar bráðin kvika, jafnvel nokkrir metrar á dýpt.8

2103
2021
Gosið er enn í gangi en virka sprungan hefur styst með nokkra virka klepragíga á um 180 m langri sprungu. Hraunrennslið var líklega um 10 m3/sekúndu.6
2003
2021
Mikið hefur dregið úr gosinu við geldingadal. [~ N63.88572° W22.27122°] Strókavirkni virðist hætt og gasmengun virðist einnig lítil.
1903
2021
Eldgos hófst kl. 20:45 á 500 - 700 m langri sprungu við suðaustanvert fagradalsfjall eða við suðurendann á kvikuganginum sem var búið að staðsetja með mælingum. Fyrstu merki um gosið var eldbjarmi frá eldstöðvunum en ekki sáust ummerki á mælitækjum. Með þessu gosi er rofið tæpra 800 ára hlé frá síðustu eldsumbrotum á Reykjanesskaga. T
1603
2021
Dregið hefur úr skjálftum í kjölfar stóra skjálftans. Færsla kvikugangsins til suðurs virðist afa stöðvast og líklega hefur hann mætt fyrirstöðu við syðri endanum undir Nátthaga og er það í samræmi við að sprungukerfi Reykjanesskaga austan Reykjaness ná ekki fram í sjó fram.1
1503
2021
Í viðtali hjá RÚV við Freystein Sigmundsson, jarðeðlisfræðing hjá Jarðvísndastornun Háskóla Íslands kom fram að myndir (inSAR og GPS) sýni að á síðustu 6 sólarhringum hafi kraftarnir í jarðskorpunni þrýst henni um 20 cm í sundur sitt hvoru megin við ganginn, þe. 10 cm í hvora átt.5
1403
2021
Stór jarðskjálfti 5,4 M varð kl. 14:15 um 2,5 km V af Nátthaga með skjálftamiðju við norðanvert Festarfjall og nánast undir þjóðvegi [427] (N63.86300 W22.33800). Hlutir hrundu úr hyllum í Greindavík og hann fannst víða um land.
1003
2021
Talsverð skjálftavirkni var í nótt og einn sem mældist 5,1 að stærð kl. 03:14:38, 2,4 km SSV af Fagradalsfjalli

Síðustu 2 vikur hafa um 34.000 skjálftar mælst og þar af um 430 stærri en þrír, um 40 stærri en fjórir og sex stærri en fimm. Þetta eru um 2500 skjálftar á sólarhring að meðaltali, en bara í gær mældust um 2900 jarðskjálftar á Reykjanesskaga og er virknin aðallega bundin við suðurhluta Fagradalsfjalls. Samkvæmt skjálftatöflu Veðurstofunnar mælist yfirleitt einn skjálfti á mínútu, stundum fleiri.
0703
2021
Mikil skjálftavirkni var í nótt en engin merki um gosóróa.

Tími        Breidd     Lengd      Dýpi      Stærð Gæði   Staður
02:50:43 | 63,873 | -22,425 | 2,3 km | 4,1 | 99,0 | 3,9 km NNA af Grindavík
02:45:34 | 63,887 | -22,366 | 4,8 km | 4,0 | 99,0 | 4,8 km VSV af Fagradalsfjall
02:40:41 | 63,878 | -22,370 | 4,9 km | 4,0 | 99,0 | 5,4 km VSV af Fagradalsfjall
02:33:36 | 63,896 | -22,274 | 6,5 km | 4,2 | 99,0 | 0,7 km S af Fagradalsfjalli
02:01:26 | 63,890 | -22,333 | 6,6 km | 5,0 | 99,0 | 3,2 km VSV af Fagradalsfjall
01:40:06 | 63,894 | -22,289 | 6,2 km | 4,1 | 99,0 | 1,2 km SV af Fagradalsfjalli  1


0503
2021
Jarðhræringar halda áfram og út frá gögnum frá ýmsum mælingum hafa jarðvísindamenn dregið upp mynd af líklegum kvikugangi á milli Fagradalsfjalls og Keilis.

0203 2021 Skjálftavirknin heldur áfram og nýjasta inSAR mynd frá Senitel-1 bendir til að kvika (kvikugangur) sé að þrengja sér upp að yfirborði.1

Nokkrar sviðsmyndir:

Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna (USGS) gerði brotlaunsir á þessum skjálfta: Sjá skýringarmynd og síðu um brotlausnir.

2502 2021 Mikil jarðskjálftavirkni hefur verið undanfarið frá Fagradalsfjalli og austur að Kleifarvatni. Hyinan hófst með skjálftum 4,35 M og 5,72 M við móbergskeiluna Litla-Hrút 3,3 km SV af Keili kl. 10:05 þann 24. feb. '21.
Skjálftar yfir 4 M í 8. viku [22. til 28. febrúar]

1306 2020 Þensla og landris hófst að nýju við Þorbjörn um miðjan maí 2020 og bendir það til þess að þriðja innskotið frá áramótum sé í gangi. Innskotið er áþekkt fyrri innskotum og er miðja þeirra er um 1 km vestan Þorbjarnar, dýpi um 3-4 km og lögun þessara innskota eru ílangar nokkur hundruð metra breiðar sillur sem teygja sig norðaustur og suðvestur og eru allt að 6 km langar.

Innskotið virðist hafa byrjað að myndast um miðjan maí en jarðskjálftavirkni jókst nokkru síðar eða þann 30. maí. Um 700 skjálftar hafa mælst síðan þá og er mesta skjálftavirknin austan við Þorbjörn, einungis fáeinum kílómetrum norðan Grindavíkur. Stærstu skjálftarnir í þessari hrinu eru tæplega 3 að stærð.

Frá því land hóf að rísa í janúar á þessu ári hefur land risið nú samtals 12 cm.4

3004
2020
Landrisi talið lokið í bili.1
1004
2020
Jarðskjálftavirkni er enn mikil þó að dregið hafi úr stærri skjálftum á Reykjanesskaganum. Náttúruvársérfræðingar Veðurstofu Íslands hafa yfirfarið ríflega 8.000 skjálfta á og við Skagann síðan í lok janúar. Þetta er mesta hrina sem mælst hefur á Reykjanesskaganum frá upphafi. Mest er virknin norðan Grindavíkur en undanfarið hefur mikil virkni mælst á stóru svæði milli Eldeyjar til Krýsuvíkur.1

Landris mælist enn með miðju vestan við Þorbjörn. Samtals nemur landrisið um 10 cm frá því í lok janúar á þessu ári. Líkön af kvikuinnskoti gefa til kynna myndun laggangs (sillu) á 3-4 km dýpi sem framkallar umtalsverða jarðskjálftavirkni á stóru svæði norðan við Grindavík. Engin merki eru um að kvikan sé að færast nær yfirborði.1
Mars 2020

Það nýjasta sem gögnin sýna er að kvikuinnskot virðast líka vera úti á Reykjanesi í eldstöðvakerfi Reykjaness (2. hrina). 2


3


26. mars 2020 var farið yfir stöðu mála vegna landriss og jarðskájalftavirkni á Reykjanesskaganum. Rúmlega 6000 skjálftar á Reykjanesskaganum frá byrjun árs hafa verið yfirfarnir og er þetta mesta jarðskálftavirkni sem mælst hefur á Reykjanesskaga frá upphafi stafrænna mælinga árið 1991. 2


17. mars 2020 hófst landris að nýju (3. hrina) og rýning í gögn Veðurstofunnar, HÍ og ISOR sýna að landris var 20 mm frá byrjun mars. 1


8. mars 2020 hafði dregið verulega úr jarðskjálftavirkni við Þorbjarnarfell og landris hafði stöðvast. 1

Feb 2020

6. feb. 2020 hafði dregið úr landrisinu en það hafði þá náð 5 cm þar sem það var mest. 1

Jan 2020

Landrisið hélt áfram og 28. jan 2020 hafði hafði það náð 3 cm og var risið mjög hratt eða 3 – 4 mm/dag. 1


3


Landris mældist á Reykjanesskaganum í eldstöðvakerfi Svarsengis ◊. rétt vestan við fjallið Þorbjörn (Þorbjarnarfell) frá 21. jan. 2020. Landrisið (1. hrina) var óvenju hratt eða um 3 - 4 mm/dag og í heildina varð það um 2 cm þar sem það var mest og kom það bæði fram á síritandi GPS mælum og í bylgjuvíxlmælingum úr gervitunglum. Líklegasta skýringin er kvikusöfnun á nokkurra km dýpi. 1



Sögulegt yfirlit yfir jarðskjálfta á Reykjanesi tekið saman af Páli Einarssyni. Sjá frumgerð.



Heimildir:

  1 Vedurstofa Íslands
< https://www.vedur.is > [2020 & 2023] ;

2 Kristín Jónsdóttir, hópstjóri Náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands
Munnleg heimild í viðtali á RÚV / Samfélagið 12:55; 2. apríl 2020

3 Reykjanes Unesco Global Geopark

4 Almannavarnir
<https://www.almannavarnir.is/frettir/> … Reykjanesskagi

5 Freysteinn Sigmundsson 2021:
https://www.ruv.is/frett/2021/03/15/jardskorpan-glidnad-um-20-sentimetra-a-6-dogum

6 Jarðvísindadeld Háskóla Íslands/fréttir.
< https://www.hi.is/frettir/gossprungan_180_metra_long_og_rennslid_10_rummetrar_a_sekundu >

7 Guðmundur Heiðar Guðfinnsson, bergfræðingur við Raunvísindastofnun HÍ 2021:
< Guðmundur Heiðar Guðfinnsson, bergfræðingur við Raunvísindastofnun HÍ >

8 Þorvaldur Þórðarson 210322: Munnleg heimil í fréttum RÚV
   9 USGS.gov: What gases are emitted by Kilauea and other active volcanoes?
< https://www.usgs.gov/faqs/what-gases-are-emitted-k-lauea-and-other-active-volcanoes?qt-news_science_products=0#qt-news_science_products >

10 Magnús Tumi Guðmundsson, Sæmundur Ari Halldórsson og Joaquin M. Belart 210331:
Mælingar á hrauninu í Geldingadölum. < http://jardvis.hi.is/eldgos_i_geldingadolum?fbclid=IwAR13rx40rq1N10nKRkWfVsKVBQjPsu9Y0-0XXXnvb5-760SnUbSpP7kH9yE >

11 Þorvaldur Þórðarson 210323: Munnleg heimil í fréttum RÚV

12 Jarðvísindadeild Háskóla Íslands / Facebook síða:
< https://www.facebook.com/jardvis/ >

13 Vísindaráð Almannavarna,
< https://www.almannavarnir.is/frettir/ >

14 Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands:
< http://jardvis.hi.is/eldgos_i_fagradalsfjalli? >

15 Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
<  https://www.facebook.com/Natturuva >

16 Þorvaldur Þórðarson 210524: Munnleg heimil í fréttum RÚV.

17 Edward Marshall 210523:
< https://twitter.com/Tetraheedra/status/1385334272601567232 >

18 Þorvaldur Þórðarson 210524: Munnleg heimil í fréttum RÚV & Facebook.

19 Þorvaldur Þórðarson 210608: Munnleg heimil í fréttum RÚV.

20 Þorvaldur Þórðarson 210619: Munnleg heimil í fréttum RÚV.

21 Fréttir RÚV.

22 Þorvaldur Þórðarson: Munnleg heimil í fréttum RÚV.