Varasamar gastegundir



Brennisteinsvetni lyktar eins og fúlegg, hár styrkur veldur sviða í augum og óþægilegu bragði í koki. „Svo þegar styrkur hækkar enn meir hverfur lyktarskyið, sem er stórhættulegtvegna þess að lyktin af H2S hverfur. Hár styrkur brennisteinsvetnis, yfir 100 ppm, getur valdið lungnabjúg og verið banvænn.

Brennisteinsdíoxíðið SO2 myndar blámóðuna sem leggur frá eldstöðvum getur verið stórhættulegt, í nágrenni þeirra og það verður banvænt við styrk upp á 10 til 20 ppm.


Báðar gastegundirnar, H2S og SO2 geta við vissar aðstæður myndað brennisteinssýru


H2(g)S + 3/2 O2(g)   →   SO2(g) + H2O(g)


SO2(g) + ½ O2(g)   →   SO3(g)


SO3(g) + H2O(l)   →   H2SO4(aq)


2 SO2 + 2 H2O + O2   →   2 H2SO4


SO2 + ½O2 → SO42-


Mikinn sviði í augun getur stafað frá H2S eða SO2 og þá er mikilvægt að skola þau sem fyrst, því að annars getur myndast brennisteinssýra sem getur valdið varanlegum augnskemmdum.


Koldíoxíð, CO2 getur verið í miklu magni á gosstöðum og getur verið banvænt þó ekki sé það eitrað. Mólmassi CO2 er 44 g/mól en súrefnis, O2, er 32 g/mól og koldíoxíðið leggst þess vegna í dældir og gjótur. Það er þess vegna mikilvægt að forðast allar lægðir í nágrenni gosstöðva því auðvelt er að missa þar meðvitund og „drukkna“.


Kolmónoxíð, CO, er eitruð og banvæn gastegund, litarlaus, bragðlaus og lyktarlaus. Hægt er að greina kolmónoxíð í andrúmslofti með sérstökum mælitækjum. Svo lítið sem 0,04 % (400 ppm) geta valdið dauða manna.


CO er skautuð sameind og eitrunaráhrifin stafa af því að kolmónoxíð binst hemóglóbíni í blóði en það losnar margfalt hægar en súrefni eða koltvíoxíð, það er að segja hemóglóbínið sem venjulega flytur súrefni er fullt af kolmónoxíði. Það flytur því minna súrefni til vefja líkamans og byrja þeir þá að skemmast. Mikið magn í blóði getur valdið heilaskemmdun eða leitt til dauða. Kolmónoxíð myndast til dæmis við lausagang bifreiða og kolmónoxíð er í þeim reyk sem reykingamenn anda að sér en það er venjulega ekki nóg til að valda eitrun.



Mólmassi ofangreindra gastegunda
g/mól
Kolmónoxíð O 28
Súrefni O2 32
Koldíoxíð CO2 44
Brennisteinsvetni H2S 34
Brennisteinsdíoxíð SO2 64