blámóða: [blue mist] er móða eða mistur í andrúmslofti sem myndast oftast þegar örfínar agnir dreifa sólarljósinu á sérstakann hátt. Hún stafar oftast frá sameindum brennisteins-díoxíðs, SO2, sem losnar við brennslu jarðefna og í eldgosum. SO2(g) gasið er ekki sýnilegt en ef það þvælist um í andrúmsloftinu við vissar aðstæður hvarfast það smám saman í [SO4-2] (0,1 – 5%/klst.) sem eykst við hækkandi hitastig, slóskin og tilvist oxandi efna. Frekari hvörf [SO4-2] við vatnsgufu geta valdið myndun brennisteinssýru [H2SO4] sem er tærandi sýra og skaðleg viskerfum og fólki. Brennisteinssýran getur mindað svifagnir í andrúmsloftinu1 sem mynda blámóðu og skerða mjög skyggni.


Einnig getur NH4+ hvarfast í ammóníum við sulfat agnir og myndað [(NH4)2SO4s]2, sem skerða skyggni verulega.


Liturinn á sér sömu skýringar og himinbláminn.




Hér má sjá tilgátu Þorvaldar Þórðarsonar um flutning móðunnar frá Skaftáreldum 1783 og einnig áætlaða hnattræna útbreiðslu. ◊. ◊.



Hér er tafla sem sýnir áhrif á heilsufar og ráðleggingar um viðbrögð við SO2 frá eldgosum. © Umhverfisstofnun.




Heimildir:
1 Sigurður Reynir Gíslason
Munnleg heimild í viðtali á RÚV / Ratsjá: Jarðmótun (#6) 210524.
2 Encyclopedia.com
< https://www.encyclopedia.com/environment/encyclopedias-almanacs-transcripts-and-maps/sulfate-particles >