gosgufur: lofttegundir sem losna úr kvikunni við eldgos.


Kvika inniheldur ýmsar lofttegundir (gös) í upplausn sem sleppa út í guguhvolfið við eldgos. Gösin geta einnig sloppið frá kvikuinnskotum, jarðhitsakerfum og þá einkum gufu- og leirhverum.


Við mikinn þrýsting á miklu dýpi undir yfirborði Jarðar eru gosgufurnar í upplausn í kvikunni. En þegar kvikan stígur upp til yfirborðsins þar sem þrýstingurinn minnkar byrja gosgfurnar að mynda litlar loftbólur. Við það eykst rúmmál bráðsins og það verður eðlisléttara en grannbergið og kvikan á því auðveldar með að stíga upp. Eftir því sem kvikan nálgast yfirborðið fjölgar loftbólunum og þær stækka þannig að nokkurs konar kvikufroða myndast sem kraumar og flæðir út úr gignum. ◊. Í sumum tilfellum geta blöðrurnar í kvikufroðunni stækkað svo ört að sprengigos verði með tilheyrandi gjóskumyndun.


Rúmmál gosgufanna í kvikunnieykst margfalt þegar hún nær yfirborði Jarðar við eldgos. Ætla má að 1 m3 af 900°C heitri ríólítkviku sem innihaldi 5% af þunga sínum af uppleystu vatni myndi verða 670 m3 sem blanda vatnsgufu og kviku við 1 loftþyngd. Þessi gífurlega rúmmálsaukning gosefna, einkum vatnsgufu, er drifkraftrinn í sprengigosum.


Gosgufurnar sem streyma út í gufuhvolfið við eldsumbrot eru vatnsgufa, H(2)O(g), koldíoxíð, CO2(g) og brenniseinsdíoxíð, SO2(g). Einnig losnar örlítið af brennisteinsvetni, H2S(g), vetni, H2(g), kolmónoxíði, CO(g), vetnisklórðiði, HCl(g), vetnisflúoríði, HF(g) og helíum, He(g).



Volcano
Tektonik
Hitastig
Kilauea Summit
Heitur reitur
1170°C
Íslenskt Surtsey 2,151
Flekaskil
1125°C
Erta Ale
Flekaskil
1130°C
Momotombo
Flekamót
820°C
logfO2 -8,38 -9,80 -10,12  
H20 37,1 81,13 77,2 97,1
C02 48,9 9,29 11,3 1,44
S02 11,8 4,12 8,34 0,50
H2 0,49 2,80 1,39 0,70
CO 1,51 0,69 0,44 0,01
H2S 0,04 0,89 0,68 0,23
HCl 0,08 --- 0,42 2,89
HF --- --- --- 0,26
Líklega má líkja íslenskum sprungugosum í þóleiítbergsyrpunni við tölurnar frá Kilauea Summit.


Samsetning gosguru er lítið þekkt vegna þess hver örðugt og sjaldnast gerlegt að safna nægilega góðum sýnum. Einngi þarf að hafa í huga að efnasamsetning gosgufunnar breytist mjög hratt við eimingu úr kvikunni, þannig að torleystu lofttegundirnar tapast fyrst. Þannig tapast elalgösin fyrst og þá N2, H2, CH4, CO og CO2 mjög hratt en H2O aðeins hægar og SO2 líklega hægar en H2O - og loks halógen-sýrurnar HCl og HF. Taflan hér að ofan sýnir nokkur af þeim fáu dæmum sem tiltæk eru.



Sjá meira um gosgufur.



Heimildir: 1 Volcanic Gases; Gas Compositions and Tectonic Setting
< http://volcano.oregonstate.edu/gas-compositions-and-tectonic-setting >
2 Níels Óskarsson 2013: „Eldfjallagas“ í (Freysteinn Sigmundsson ofl. ritstj), Náttúruvá á Íslandi - Eldgos og jarðskjálftar, Háskólaútgáfan, bls. 147-155.