bylgjuvíxlmælingar: eru ein tegund fjarvíddarkannana sem styðjast við myndir frá ratsjárgervitunglum [InSAR - interferometric analysis of synthetic aperture radar images]. Gervitunglin geisla stöðugt ratsjárbylgjum til Jarðar og skrá þær eftir að hafa endurkastast frá yfirborði hennar. Upplýsingarnar eru einkum tvenns konar: styrkur og fasi bylgjunnar.


Styrkurinn fer eftir því hversu stór hluti geislans skilar sér til baka sem endurkast. Hann má nota til að meta gerð yfirborðsins, staðsetningu og stefnu ójöfnu. Þá má nefna að olíuflekkir á sjó sjást vegna þess að þeir sýna mun jafnari áferð en hreint yfirborð sjávar.


Fasabreytingar, sem koma fram á ákveðnum stað gervitunglsins frá einni brautarumferð til annarrar, benda til þess að breytingar hafi orðið á yfirborði Jarðar. Það getur gerst vegna misgengis jarðlaga og einnig má sjá ris eldfjalla þegar kvika streymir inn í kvikuþrær td. fyrir gos.


Sjá SAR


Sjá bylgjuvíxlmælingar á landrisi við Fimmvörðuháls. ◊.



LOS [the satellite's line-of-sight] er ensk skammstöfun sem stendur fyrir túlkun á safni upplýsinga frá sjónlínum inSAR gervihnattarins úr nokkrum umferðum um Jörðu.



Sjá Mogi-líkan.





Sjá: INDEX → |L| → Landmælingar.