hrauntröð, hraunrás: [lava channel] myndast oft við gjall- og klepragíga eftir að allt hraun umhverfis gíginn er storknað nema hraunlænan sem enn rennur um sinn farveg. Farvegurinn tæmist svo eftir gosið og kallast hrauntröð.







hreykt hrauntröð: [En: perched lava channel] myndast þegar brot úr storknuðu yfirborðinu rekur út til bakkanna og hlaða þar upp garði líkt og myndirnar sýna.