utangarðsefni: [En: incompatible elements] er hugtak sem notað er um óhvarfgjörn efni td. í grunnvatni og jarðhitavatnii sem berast þangað og haldast þar því þau taka ekki þátt í útfellingum og myndun steinda. Algengustu utangarðsefni í íslensku náttúrulegu vatni eru klór, bór ◊. og bróm.


Hugtakið er einnig notað um ósamrýmanleg frumefni eða efnasambönd í kviku/hraunbráði basalts. Dæmu um hlutfall slíkra efnasambanda er K2O/TiO2. Þessi efnasambönd ganga ekki greiðlega í þá kristalla sem myndast við kólnun bráðsins. Hlutfallið er næmt fyrir breytingum en haldist það óbreytt bendir það til þess að lítið sé um hlutbráð og innkomu nýrra efna á leið kvikunnar til yfirborðs. Einkum á þetta við þegar kvikan berst beint frá efri mörkum möttuls en dvelur ekki í kviikuþró eða kvikuhólfi á leið sinni í gosopin.


Sjá kenniefni.