ólívínþóleiít [En: olivine tholeiite] er einkennisberg í dyngjum og algengasta berg hafsbotnsins. Reykjavíkurgrágrýtið og Skjaldbreiðarhraun í Almannagjá eru dæmigerð ólívínþóleiíthraun.  Nálægt 30% af því bergi, sem er að finna í yfirborðslögum landsins, er ólívínþóleiít. Það er gráleitt berg en verður brúngrátt og brúnsvart við ummyndun. Ólívínþóleiít er oftast alsett smáum blöðrum og er fínkornótt til millikornótt. Kristallar greinast oft með berum augum. Dílar eru ólívín og plagíóklas.




Til baka.