Kjötsúpa II
1 tsk af Chilliflögum |
|
Kjötið er seytt við vægran hita 60 – 65°C í uþb. 2 klst. að því loknu er það veitt upp úr soðinu og gromsið skolað af því undir volgu rennandi vatni. Kjötið er síðan skorið frá beinunum og brytjað í hæfilega bita.
Hreint soðið skilið frá gromsi sem að mestu hefur sokkið á botninn. Soðið er fært í annan pott þara sem grænmetið er soðið. Rauðlaukurinn skorinn í þunnar sneiðar og þær breiddar yfir botn á potti og matarolíu hellt yfirfir þannig að fljóti yfir. - Hitað þannig að laukurinn dragi olíuna í sig. Sellerístangirnar sneiddar í fínar sneiðar, blaðlaukurinn skorinn í 1 cm sneiðar, gulræturnar í litla bita og gulrófurnar í þunnar sneiðar. Allt grænmetið fært í pott með hreina soðinu og soðið ásamt beinunum uns gulræturnar eru soðnar. Að síðustu er soðnu kjötbitunum, beltisþaranum, haframjölinu og kjötkraftinum bætt útí, kryddað, saltað með sjávarsalti og suðu hleypt upp og borið fram. |
|