Blaðlaukur eða púrra [Allium ampeloprasum var. porrum eða Allium porrum]


[En: Leek; Dk: porre]



Blaðlaukur grænmeti sem tilheyrir laukætt eins og laukur og hvítlaukur.
Blaðlaukur er ræktaður til átu. Æti hluti blaðlauksins er ljós á lit, en afgangurinn er grænn stilkur. Blaðlaukur er vanalega skorinn í þunnar sneiðar. Hann er matreiddur soðinn, steiktur eða hrár. Ef borðað er mikið af blaðlauk getur það valdið andfýlu.