Jarðskorpan er gerð úr bergi sem flokka má í storkuberg, setberg og myndbreytt berg. Í upphafi er gert ráð fyrir því að yfirborð jarðar hafi verið glóandi hraunbráð sem síðar kólnaði og storknaði á yfirborðinu. Elsta berg jarðar hefur því verið storkuberg en síðan hafa hin sívirku ytri og innri öfl séð til þess að setberg og myndbreytt myndaðist.


Sjá: helstu bergmyndunarsteindir í íslensku bergi.



Helstu bergmyndunarsteindir jarðskorpunnar

Innan við 20 tegundir steinda eru svo algengar að þær mynda meira en 95% af úthafs- og meginlandsskorpu jarðar. Þessar steindir eru gjarna kallaðar bergmyndunarsteindir enda má gera ráð fyrir því að eina eða fleiri sé að finna í öllum algengari bergtegundum.


Mikilvægar myndunarsteindir bergs eru silíköt, oxíð, súlfíð, karbónöt, súlföt og fósföt:


Siliköt Oxíð Súlfíð Karbónöt Súlföt Fósföt
Olivín Hematít Pýrít Kalsít Gifs Apatít
Pýroxen
   ágít    
Magnetít   Aragonít    
Amfíból
    hornblendi    
Ís   Dólómít    
Granat          
Kvars
Algengar járn- og magnesíumsteindir eru:
Ágít  
Bíótít  
Klórít  
Hornblendi  
Ólivín  
   
Feldspat
   ortoklas
   plagíóklas
   
Glimmer
   múskóvít 
   bíótít
   
Klórít          
Leir
   kaólín
         
Algengar bergmyndunarsteindir.


Siliköt

Silikötum má skipta í marga flokka en hér verða aðeins nefndir 6.



Íslenskt heiti   Erlent heiti    Skýring       Formúla           Dæmi
Eysiliköt Nesosilicates Stakar silikathyrnur  [SiO4]4- ólívín [olivine] ◊.
Hópsiliköt Sorosilicates Tvær silikathyrnur saman
tví-ey-siliköt
[Si2O7]6- epidót [epidote]
Hringsiliköt Cyclosilicates silikathyrnurnar mynda hringi [SinO3n]2n- tourmalín hópur [tourmaline]
Keðjusiliköt Inosilicates Einföld keðja  [SinO3n]2n- pýroxen [pyroxene] hópurinn
Keðjusiliköt Inosilicates Tvöföld keðja [Si4nO11n]6n- amfíból hópurinn [amphiblole]
Blaðsiliköt Phyllosilicates silikathyrnurnar mynda blöð (þynnur)  [Si2nO5n]2n- glimmer [mica] og leirsteindir [clay]
Grindsiliköt Tectosilicates 3-víðar grindur [AlxSiyO2(x+y)]x- kvars [quartz], fledspatar [feldspar] og zeólítar [zeolite]




Ólívín, (einstakar ferhyrnur) algengasta steindin í basísku, útbasísku og kísilsnauðu bergi eins og gabbrói og basalti. Ólívín kristallast snemma úr kviku og veðrast auðveldlega á yfirborði og myndbreytist í serpentín.


Granat (einstakar ferhyrnur) svört, brún, græn eða rauðleit steind. Finnst helst í myndbreyttu bergi en getur einnig fundist sem hjásteind í storkubergi.


Pýroxen (keðjur [(SiO3)n2-]) eru algeng steind í basísku og útbasísku bergi. Litur er venjulega frá gulgrænu til svarts. Ágít er eitt algengasta pýroxenafbrigðið í basalti og gabbrói og mikilvæg bergmyndunarsteind þar sem frumefnin Fe, Mg og Ca eru ríkir þættir.


Amfíból (keðjur [(Si4O11)n6-]). Einna algengast er hornblendi [hornblende], ljós- til dökk-græn steind. Algeng í storkubergi einkum granodíóríti, gabbrói og ennfremur í (medium grade regionally) myndbreyttu bergi.


Glimmer, klórít og leirsteindir (blaðsilíköt [(Si4O10)n4-]). Glimmer skiptist í tvo aðal hópa: múskóvít og bíótít. Múskóvít er glær og finnst einkum í storkubergi einkum alkalíríku graníti og pegmatíti. Það finnst einnig sem síðmynduð steind vegna umbreytinga feldspata. Það finnst í myndbreyttu bergi eins og kristölluðum kalksteini, flögubergi og gneisi. Bíótít er svart og finnst oft í myndbreyttum kalksteini og magnesíumríku storkubergi, pegmatíti og graníti.


Klórít er grænleit flögusteind í hópi blaðsilikata og er algeng sem ummyndunarsteind steinda sem innihalda járn og magnesíum eins og bíótíts, hornblendis og ágíts . Nafnið dregur steindin af grísku orði sem merkir grænn.


Leir getur verið úr margs konar steindum eins og kaolíni.


Kvars er eina algenga steindin sem eingöngu kristallast úr kísli og súrefni. Það myndar flóknar grindur ferhyrna þar sem öll súrefnisatómin tengjast. Kvars er algengt í súru ísúru bergi meginlandsskorpu. Það er raunar svo algengt að margar setbergstegundir eru nær eingöngu úr kvarsi.


Feldspatar myndast úr flóknum grindum álíka og kvarsið. Ólíkt kvarsi innihalda þó sumar ferhyrnurnar Al+3 í stað Si+4 svo aðrar katjónir verða að vera fyrir hendi til að mynda jafnvægi. Feldspatar skiptast í Na- og Ca-ríka feldspata kallaða plagíóklasa og K-ríka feldspata kallaða ortóklasa.