brennisteinskís: pýrít, járnkís, járndísúlfíð [FeS2] efnasamband járns og brennisteins, glópagull; [pyrite, Gr.: pyr-: eldur, bruni, eldsteinn; -kís De: Kies = möl;Dk: svovlkis, narreguld; De: Eisenkies, Schwefelkies, Narrengold; En: pyrite, fools gold]. ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊.
Brennisteinskís er algengur hér á landi í hitasoðnu bergi megineldstöðva. Kristalkerfi hans er kúbískt og harka er 6 - 6½. Kristallarnir eru með málmgljáa og gulllit (glópagull). Örsmáir brennisteinskís-kristallar gefa hveraleirnum gráa litinn.
|Einkenni|
Brennisteinskís á sér hamskiptinginn marcasite.
Sjá einnig Svartahafið og hlutblönduð stöðuvötn.