Málmsteindir

Ýmsar málmsteindir finnast hér á landi en þær eru svo dreifðar í náttúrunni að vinnsla þeirra er þess vegna óhagkvæm.


Af íslenskum málmsteindum eru steindir með járnsamböndum algengastar. Þær eru ýmist sambönd járns og brennisteins eða járns og súrefnis. Þessi járnsambönd myndast við veðrun seguljárnsteins (magnetíts) sem er frumsteind í basísku og ísúru bergi. Við veðrun og ummyndun breytist seguljárnsteinninn í brúnjárnstein (límonít, járnhydroxíð).


Sjá nánar um mýrarauða, hematít og brennisteinskís.