mýrarauði: [En: bog iron ore; Dk: mosemalm; De: Sumpfeisenstein, Raseneisenstein, Sumpfraseneisenerz / Rasenerz] er frauðkennt afbrigði af brúnjárnsteini (límonít, járnoxíð með vatni [FeOOH · n·H2O] járnmagn 60%) sem gefur íslensku veðruðu gosbergi hinn sérkennilega rauðbrúna lit; [limonite].


Mýrarauðinn finnst í mýrum þar sem hann hefur fallið út úr járnmenguðu mýravatni. Járninnihald mýrarauðans er um 65% og var hann áður fyrr nýttur til járnvinnslu hér á landi og þá bræddur með viðarkolum. Þetta var hinn svokallaði rauðablástur. Rauðablástur lagðist af þegar farið var að flytja betra járn til landsins um miðja 15. öld.



Sjá rauðablástur.



Til baka í málmsteindir