hematít: (járnglans, járnoxíð, Fe2O3, járnmagn 70%); [hematite].


Þegar járnið myndar hematít er það í þrígildum ham (Fe+3) en við slíkar aðstæður er það torleyst í vatni og fellur auðveldlega út.


Hematít kemur fyrir hér sem glansandi, smáir kristallar utan á dropsteinum í hraunhellum. Rauði litur millilaganna í blágrýtismynduninni er talinn stafa af hematíti.


Hematít finnst í miklu magni við Krivoi Rog í Úkraníu og það var einnig grafið í stórum stíl við Efravatn í Bandaríkjunum.


Hematit er stundum skrifað haematite dregið af gríska orðinu haima, blóð, með skírskotun í rauða litinn.


Til baka í málmsteindir