hlutblönduð stöðuvötn: [meromictic, gr.: mero-: hlut-, -mict: -blandaður] eru lagskipt og lóðrétt blöndun gerist aðeins ofan hitbrigða- eða efnabrigðalags. Neðan skilanna og til botns er súrefnisfirrt fúlt vatn. Þar ríkja gjarna purpurarauðar brennisteinsbakteríur [proteobacteria, frumbakteríur].


Fayetteville Green Lake (FGL) [43.05°N 75.966°W] var fyrsta stöðuvatn Norður Ameríku sem skilgreint var sem hlutblandað [meromictic] enda eru til skráðar mælingar sem ná aftur til ársins 1839. Vatnið liggur í lítilli kvos sem líklegar er fosshylur frá einu af kuldaskeiðum ísaldsr. Yfirborð þess er aðeins 0,26 km2 og mesta dýpi er 52,5 m. Niður á efnabrigðalagið er ≈ 18 m.


Jarðvísindamenn hafa sýnt stöðuvatninu mikinn áhuga og telja að þar megi etv. finna svör við súrefnisskorti og súlfíðeitrun í heimshöfunum á mörkum perm og trías sem margir telja eina af orsökum P/T-útdauðans. ◊.


Í flestum stöðuvötnum verður árstíðabundin blöndun vatnsmassans en við vissar aðstæður nær þessi blöndun ekki fram að ganga og þá verður vatnsmassi þeirra kyrrstæður og lagskiptur með fúlu súrefnisfirrtu vatnslagi við botninn.


Sjá um afgösun í Nyos-vatni sem er á Oku-svæðinu í Cameroon.


Sjá: um súrefnisskort og hitabrigðalag.


Sjá um lagskiptingu Svartahafsins.



Heimildir:    Brunskill G.J. 1969: Fayetteville Green Lake, New York. I Physical and Chemical Limnology; Limnology and Oceanography, V. XIV, # 6

Thompson et al 1990 Geomicrobiology and sedimentology of the mixolimnion and chemocline in Fayetteville Green Lake, New York; Palaios, 1990, V. 5, P. 52-75
< http://palaios.geoscienceworld.org/cgi/reprint/5/1/52 >