hlutblönduð stöðuvötn: [meromictic, gr.: mero-: hlut-, -mict: -blandaður] eru lagskipt og lóðrétt blöndun gerist aðeins ofan hitbrigða- eða efnabrigðalags. Neðan skilanna og til botns er súrefnisfirrt fúlt vatn. Þar ríkja gjarna purpurarauðar brennisteinsbakteríur [proteobacteria, frumbakteríur]. ◊
Fayetteville Green Lake (FGL) [43.05°N 75.966°W] var fyrsta stöðuvatn Norður Ameríku sem skilgreint var sem hlutblandað [meromictic] enda eru til skráðar mælingar sem ná aftur til ársins 1839. Vatnið liggur í lítilli kvos sem líklegar er fosshylur frá einu af kuldaskeiðum ísaldsr. Yfirborð þess er aðeins 0,26 km2 og mesta dýpi er 52,5 m. Niður á efnabrigðalagið er ≈ 18 m. ◊ ◊ ◊ ◊
Jarðvísindamenn hafa sýnt stöðuvatninu mikinn áhuga og telja að þar megi etv. finna svör við súrefnisskorti og súlfíðeitrun í heimshöfunum á mörkum perm og trías sem margir telja eina af orsökum P/T-útdauðans. ◊.
Í flestum stöðuvötnum verður árstíðabundin blöndun vatnsmassans ◊ en við vissar aðstæður nær þessi blöndun ekki fram að ganga og þá verður vatnsmassi þeirra kyrrstæður og lagskiptur með fúlu súrefnisfirrtu vatnslagi við botninn.
Sjá um afgösun í Nyos-vatni sem er á Oku-svæðinu í Cameroon.
Sjá: um súrefnisskort og hitabrigðalag.
Sjá um lagskiptingu Svartahafsins.
Heimildir: | Brunskill G.J. 1969: Fayetteville Green Lake, New York. I Physical and Chemical Limnology; Limnology and Oceanography, V. XIV, # 6
Thompson et al 1990 Geomicrobiology and sedimentology of the mixolimnion and chemocline in Fayetteville Green Lake, New York; Palaios, 1990, V. 5, P. 52-75 < http://palaios.geoscienceworld.org/cgi/reprint/5/1/52 > |