ljóst glimmer: (múskóvít) myndar litlausar glærar þynnur. Það finnst víða í gneisi og flögubergi með glimmerskífum. Stórir kristallar eru oft í pegmatítgöngum sem eru úr mjög grófkristölluðu graníti. Þeir eru oft í tengslum við granítinnskot og myndaðir úr kvikuvessum eða gufum. Ljóst glimmer er notað í ýmis raftæki til einangrunar og í kola- og olíuofnum er það oft rangnefnt Maríugler; [common mica, potash mica, isinglass]. ◊
Þessi tegund glimmers var notuð sem rúðugler í Rússlandi og þaðan er nafnið muscovite líklega komið; Moskvugler“. Á Indlandi hefur fundist 85 tonna kristall af þessari gerð og var hann 5 m langur og 3 m breiður.