Til baka


aragónít: er kalsínkarbónat, CaCO3, og því með sömu efnasamsetningu og kalsít. Það er hins vegar með aðra kristalgerð (hamskiptingur) og er geislótt en harðara en kalsít. Arogonít er vanalega með glergljáa og litlaust eða með daufum aðfengnum litum.


|einkenni|


Aragónít myndast oft við 50 - 100°C t.d. við hveri. Það fellur einnig út í kötlum þegar soðið er kalkríkt (hart) vatn. Það er óstöðugt og breytist í kalsít. Aragónít finnst því ekki í gömlum jarðlögum. Perlur eru að mestum hluta úr aragóníti og skeljar eru að hluta úr kalsíti og að hluta úr aragóníti.


Hér á landi finnst kalsínkarbónat aðeins sem holufylling séu frátalin skeljasandslög meðfram ströndum landsins. Skeljasandur á botni Faxaflóa er nýttur til sementsvinnslu á Akranesi.