hornblendi: [hornblende] er í flókinni fjölskyldu keðjusilikata sem kallast amfíból [amphibole] og er heitið yfirleitt notað um svokölluð kalsín-amfíból (magnesínhornblendi Ca2[Mg4(Al,Fe3+)](Si7Al)O22(OH,F)2, ferróhornblendi Ca2[Fe2+4(Al,Fe3+)](Si7Al)O22(OH,F)2) Kleyfnifletirnir mynda 56°/124° horn. Oft er hornblendi ruglað saman við ágít og bíótít sem bæði finnast í graníti.


|TEinkenni|

Hornblendi er algengt í margs konar storkubergi eins og graníti, syeníti, díóríti, gabbrói, basalti og andesíti. Einnig er það algengt í myndbreyttu bergi eins og gneisi og flögubergi.