gabbró [gabbro] er grófkornað basískt djúpberg með plagíóklas, pýroxen, ólívíni og seguljárnsteini. SiO2-innihald er lágt en Mg og Ca hátt. Oftast nær er gabbró grænleitt, einkum ef það er ummyndað.


Gabbró finnst víða hér á landi í storknuðum kvikuþróm og sem innskot, t.d. í Vesturhorni   og Stokksnesi  við Hornafjörð, Eystrahorni í Lóni, Þorgeirsfellshyrnu og Kolgrafarmúla á Snæfellsnesi.


Sjá djúpberg.