flöguberg: [En: schist, No. skifer] skífur, myndbreytt berg sem klofnar auðveldlega í þunnar flögur og er því notað í þakhellur o.fl. Það myndast í fellingum þegar set, einkum leir, méla og eldfjallaaska umkristallast og myndbreytist.


Oft er talað um fjórar gerðir flögubergs:


leirskífur: [slate] er lítt myndbreytt berg úr leir sem sest hefur til í einingum [cycle] (kambríum - silúr) og þess vegna verður bergið lagskipt og auðkleyft í þunnar flögur.


fyllítskífur: [phyllite schist] er lagskipt berg úr fyllíti, fremur lítið myndbreytt, og eru helstu bergmyndunarsteindirnar kvars og glimmer (múskóvít) en einnig finnast feldspatar, klórít, brenisteinskís, grafít og karbónöt.


glimmerskífur: [glimmer schist, mica schist] með mikilli myndbreytingu og gjarna með stórum myndbreytingarsteindum.


kvarsítskífur: [quartz schist, No.: kvartsittskifer] er hörð myndbreytt bergtegund út lagskiptum kvarssandi og glimmer sem liggur á milli kvarsítlaganna og veldur því að bergið klofnar auðveldlega.



Sjá um flögótt berg á Íslandi en forðast ber að rugla því saman við myndbreytta bergið flöguberg.