díórít: kornótt og jafnvel grófkornótt ísúrt innskotsberg sem oft er að 2/3 úr plagíóklas og 1/3 úr dökkum steindum eins og hornblendi og bíótíti. Na-ríkir feldspatar, ólígóklas eða andesine í stað Ca-ríkra plagíóklasa, labradoríts og bytownit greinir díórít frá gabbrói. Gosbergið sem samsvarar díóríti er íslandít (eða andesít); [diorite]. |T|