Keðjusilíköt [inosilicate] eru mynduð úr mismunandi mynstrum af keðjum ◊ ◊ úr svokölluðum silíkathyrnum (SiO3)n–2. Silíkathyrnurnar tengjast með því að deila með sér einni súrefnisfrumeind og keðjurnar bindast svo saman með katjónum. ◊
Keðjusilíköt skiptast í tvo hópa og eru amfíból og pýroxen algengust í hvorum fyrir sig. Hornblendi ◊ ◊ er algengast meðal amfíbóla en ágít meðal pýroxena.
Bæði amfíból og pýroxen mynda langa og mjóa kristalla með tveimur greinilegum kleyfniflötum. Hornin á milli kleyfniflatanna eru mismunandi (amfíból 56°/124° og pýroxen 93°/87°) eins og kemur fram á myndinni.
Sjá ennfremur helstu bergmyndunarsteindir jarðskorpunnar.