Vatnajökull: er stærsti jökull landsins ≈ 8.300 km2, meðalþykkt er talin ≈ 400 m og mesta þykkt ≈ 950 m. Vatnajökull er er sagður stærstur jökla í Evrópu þó svo að Austfonna á Svalbarða sé, rúmlega 8.400 km2 en hann er að vísu mun þynnri.


Vatnajökull er þíðjökull eins og aðrir íslenskir jöklar og því er erfitt að ná borkjörnum frá miklu dýpi en reynt hefur verið að geta sér til um aldur jökulsins út frá öskulögum sem koma upp á jökulsporðum skriðjöklanna. Samkvæmt niðurstöðum frá 1998 reyndist elsta öskulagið frá því um 1150 og ólíklegt er að elsti ísinn sé eldri en frá árunum 1000 til 1100.


Hjarnmörk í sunnanverðum Vatnajökli eru í um 1.100 m hæð en að norðan liggja þau í um 1.300 m hæð. Landslag undir Vatnajökli er að stórum hluta háslétta í um 700 – 800 m hys. með fjallgörðum og dölum sem hann þekur eins og hveljöklar gera. Aðeins tíundi hluti þessa hálendis rís yfir 1.100 m hæð eða meira. Hyrfi jökullinn myndaðist hann ekki aftur við núverandi hjarnmörk heldur myndu jöklar aðeins þekja hæstu fjöllin.


Eldvirkni er mikil undir Vatnajökli enda er þar að finna megineldstöðvarnar Grímsvötn, Bárðarbungu og Kverkfj0ll. Við gos bráðnar ísinn og vatnið brýst fram í jökulhlaupum. Seinasta stóra gosið var í Gjálp 30. september 1996.


Helstu skriðjöklar Vatnajökuls eru Skeiðarárjökull, Síðujökull, Tungnaárjökull, Köldukvíslarjökull, Dyngjujökull, Brúarjökull ◊. og Breiðamerkurjökull.


Sjá: flokkun jökla eftir legu í landslagi.


Sjá framhlaup jökla.


Sjá ennfremur Gjálpargosið og gos í öskjum undir jökli.


Sjá síðu um Öræfajökul.







Heimildir: Hjörleifur Guttormsson & Oddur Sigurðsson 1997: Leyndardómar Vatnajökuls — Víðerni, fjöll og byggðir —Stórbrotin náttúra, eldgos og jökulhlaup; útg.: Fjöll og firnindi.