Gímsvötn liggja í lægð á miðjum Vatnajökli vestanverðum. ◊. ◊. Fjallakrans umlykur lægðina sem er ca. 20 km í þvermál og rís hann hæst í Grímsfjalli (1.700 m) sunnan lægðarinnar. ◊. Vatn safnast fyrir í lægðinni sem nær niður á 1.050 mys. og liggur vanalega ≈ 250 m þykk íshella yfir.1:261 Íshellan rís við 300 - 400 m háan hamar Grímsfjalls eftir því sem leysingavatn frá jöklinum safnast fyrir. Við nægan þrýsting þrengir vatnið sér undir ísinn í Grímsvatnaskarði og hleypur undir Skeiðarárjökli fram á Skeiðarársand.1 ◊. Að hlaupi loknu fellur íshellan líkt og hún erði í lok hlaupsins í september 1965 en þá féll hún ≈ 90 m.4:200


Grímsvatnaaskjan er ein virkasta eldstöð landsins. Undir henni er grunnstætt kvikuhólf sem líklega er á 4 km dýpi og tæplega 1 km þykkt. ◊. Í öskjunni er einnig mikilvirkt jarðhitasvæði sem stöðugt bræðir ísinn.1


Ekki er talið að eldgos í Grímsvatnaöskjunni sjálfri komi jökulhlaupum af stað en hins vegar virðist gjósa í kjölfar hlaupa vegna þess að fargi léttir af grunnstæðu kvikuhólfinu og kvika nær að brjótast upp.4:227 Gosin 1934, 1983, 1998 og 2004 komu upp í stuttum sprungum við suðurbrún öskjunnar norðan í undirhlíðum Grímsfjalls og stóðu aðeins nokkra daga og bræddu lítið af ís.1:262


Efnagreining öskusýna frá gosefnum gosanna 1903, 1922, 1934 og 1986 sýna að bergtegund Grímsvatna er það sem kallað er þróað basalt eða kvars þóleiít.2


Þann 21. maí 2011 kl. ≈ 17:50 hófst mikið öskugos í Grímsvötnum og er það talið stærsta og sl. 100 ár.



Sjá Saksunarvatns-gjóskuna



Sjá gos í öskjum undir jökli, Gjálpargosið 1996 og eldgosaannál.


Sjá síðu Veðurstofu Íslands um jarðskjálfta á Vatnajökulssvæðinu.


Veðurstofa Íslands birtir gröf yfir óróa. Sjá síðu hennar þar sem allar stöðvarnar eru sýndar á einni síðu. Einnig er hér síða yfir óróa frá mælunum að Grímsfjalli.


Sjá síðu Veðurstofu Íslands© um vöktun vatnajökuls.



Atburðarás:
2011   30. maí: Magnús Tumi Guðmundsson, staddur á Grímsfjalli, segir Grímsvatnagosi í maí 2011 lokið.3a Óróamynd Veðurstofu Íslans sýnir að þetta hefur gerst ≈ þann 28.

25. maí: Lítil sem engin virkni hefur verið í Grímsvötnum frá því klikkan 02 í nótt.

24. maí: Síðdegis þennan dag hafði dregið mjög úr gosinu. Gufa steig upp úr gígnum og stakar sprengingar sáust þeyta upp ösku.

22. til 23. maí: Mikið öskufall svo ekki sér til sólar frá Vík í Mýrdal og austur að Jökulsárlóni. Hringvegurinn var lokaður vegna öskufalls. Gosið hefur ekki áhrif á rennsli fljóta.

Sjá síður stofnana sem fylgjast með gosefnum í háloftunum: SAVAA, IAVCEI RSC og SACS.

Þann 21. maí 2011 kl. ≈ 17:50 hófst mikið öskugos í Grímsvötnum og er það talið stærsta gos þar sl. 100 ár en stórt gos varð þar 1873.


Heimildir:   1 Helgi Björnsson 2009: Jöklar á Íslandi, Opna, Reykjavík.  
2 Karl Grönvold og Haukur Jóhannesson 1984: „Ágrip: Grímsvatnagosið 1983, atburðarás og efnagreining á gjósku“, Jökull 34 ár.
3 Magnús Tumi Guðmundsson & Þórdís Högnadóttir 2004: „Rannsóknir á Jarðhita í Grímsvötnum árið 2003“, Raunvísindastofnun Háskóla Íslands.
3a Magnús Tumi Guðmundsson 2011: „Viðtal í hádegisfréttum RÚV 30.05.2011 “.
4 Sigurður Þórarinsson 1973: VÖTNIN STRÍÐ, Saga Skeiðarárhlaupa og Grímsvatnagosa, Bókaútgáfa Menningarsjóððs; 254 bls.