Eftir útliti og legu í landslagi eru jöklar flokkaðir í mismunandi gerðir. Íslenska jökla má greina í fjórar gerðir en erlendis má finna jökla af mun fleiri gerðum.


Sjá töflu um stærð jökla



Hveljöklar: Fremur stórir hvelfdir jöklar sem hylja undirlag sitt vel og ná yfir stór hálendissvæði [En: (mountain) ice caps; De: Eiskappe].
  Dæmi: Vatnajökull,   Hofsjökull,  Langjökull,  Mýrdalsjökull, ◊.  Drangajökull.

 

Jökulhettur: (skjaldjöklar) Lítil jökulhvel á einu fjalli
  Dæmi: Eiríksjökull,  Þórisjökull, Geitlandsjökull, Hrútfell á Kili, Tungnafellsjökull, Þrándarjökull, Eyjafjallajökull ◊. og Öræfajökull.



Hlíðarjöklar: Jökulteigar utan í hlíðum fjalla og í kvosum milli tinda.

 

  Dæmi: Kerlingarfjallajöklar, Snæfellsjökull, ◊. Tindafjallajökull, Torfajökull, Hofsjökull eystri og jökull Snæfells.

 

Hvilftarjöklar: Litlir jöklar í hvilftarskálum í fjallshlíðum. [cirque glaciers]
  Dæmi: Hvilftarjöklar eru algengir í hvilftum á Tröllaskaga en svo er hálendið milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar nefnt.

 


Erlendis eru ennfremur eftirtaldar jökulgerðir:

 

Daljöklar: Jöklar sem hafa ákomusvæði í hvilftum og fjallshlíðum afdala og sameinast síðan í aðaldalnum [valley glacier]. Sumum jöklum í fjallgarðinum milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar svipar til daljökla eins og t.d. Gljúfurárjökull en stærstir verða daljöklar í Alaska.
  Dæmi: Hubbardjökull í Alaska.

 

Rótarjöklar: Jöklar sem myndast þar sem margir daljöklar renna saman á flatlendi framan við mynni dalanna. [piedmont glacier]
  Dæmi: Malaspinajökullinn í Alaska er líklega þekktastur slíkra jökla.

Jökulbreiður: Til þeirra teljast stórir jöklar sem hylja stóran hluta meginlanda [En: Continental Ice Sheets; De: Eisschild].

 

  Dæmi: Jöklarnir tveir á Suðurskautslandinu  og Grænlandsjökull. ◊.
Jökulþiljur: Stór jökulþil, allt að 1000 m þykk, og fljótandi á flóum við strendur heimskautslandanna [shelf ice, ice shelf].
  Dæmi: Ross-  og Flichner- jökulþiljurnar við Suðurskautslandið.


Þelaurðir [rock glacier] eru sérstakar gerðir jökla sem mynda tungur úr blöndu af ónúnu grjóti með hvössum brúnum og jökulís. Þelaurðirnar myndast einkum undir hömrum í fjallshlíðum þar sem grjóthrun er mikið og eru þær algengar í hlíðum Alpafjalla. Hér á landi má finna þelaurðir í hálendi Tröllaskaga.