Eyjafjallajökull er megineldstöð og eldkeila sem hlaðist hefur upp á löngum tíma. Fjalllið er á svæði svokallaðrar millibergraðar en gýs þó oftast alkalíbasískri kviku og gýs því einkum ólivín alkalí-basalti. Hraun úr ankaramíti er nokkur einkum vestantil í fjallinu. Eyjafjallajökull er að mörgu leiti óvenjuleg eldkeila því að undir henni virðist ekki vera kvikuþró eða kvikuhólf enn sem komið er og meginstefna sprungukerfisins virðist vera austur - vestur en ekki fylgja stefnu gosbeltisins SV-NA.


Eftir landnám er Eyjafjallajökull talinn hafa gosið ásamt Kötlu 920 og þekkt gos eru 1612, 1821-‘23 og svo 2010.


|Tbergraðir|


◊. ◊. ◊.




Eldgos hófst á norðanverðum Fimmvörðuhálsi 20.03.2010, kl. 23. Kvikan braust ekki upp í vestur-austlægri sprungu eins og eru ríkjandi á Fimmvörðuhálsi heldur SV-NA-lægri 1 km langri sprungu. Gosið átti sér langan aðdraganda og á leið sinni til yfirborðsins hafði kvikan valdið talsverðri smáskjálftavirkni og landrisi fyrir gosið.1, 4 ◊.


Kvikan í gosinu á Fimmvörðuhálsi er basískt af millibergröðinni, nánar tiltekið í hálf-alkalí bergsyrpunni. Þessi berggerð er uppistaðan í myndun Eyjafjalla. |Tefnagreining|


Sjá útbreiðslukort hraunsin á mynd Veðurstofu Íslands og ppt_pdf-skrá hennar. © Veðurstofa Íslands.


Sjá síðu Veðurstofunnar og göngukort Kynnisferða af svæðinu. Skýringar við kortið er að finna á síðu Farfugla.




Eldgos hófst undir Eyjafjallajökli á 7. tímanum þann 14. apríl 2010 samkvæmt grafi frá vatnshæðarmæli við útfall Jökullóns við Gígjökul. Einnig kom þetta fram á óróa- og skjálftaritum Veðurstofu Íslands. Þá varð einnig vart við aukið vatnsrennsli úr lóni Gígjökuls. ◊.


Með þéttriðnu neti GPS-mælitækja og jarðskjálftamæla (SIL) er stöðugt fylgst með landrisi, hallabreytingum og jarðskjálftum. Landris og breytingar á halla má túlka sem innstreymi kviku í innskot eða kvikuþró og órói á jarðskjálftamælum gefur hreyfingar á kviku til kynna.


Varðandi landris — sjá: bylgjuvíxlmælingar, ◊. Mogi-líkan og síðu Veðurstofunnar með gögögnum um GPS-mælingar við Þorvaldseyri og síðu Jarðvísindastofnunar Háskóla Íslands. Sjá ennfremur síðu Veðurstofunnar© um vöktun Mýrdals- og Eyjafjallajökulsvöktun.


Veðurstofa Íslands birtir gröf yfir óróa. Sjá síðu hennar þar sem allar stöðvarnar eru sýndar á einni síðu. Einnig er hér síða yfir óróa frá mælunum að Mið-Mörk, Goðabungu, Eystri-Skógum og Láguhvolum.


Sjá síðu Veðurstofu Íslands þar sem birtar eru upplýsingar um jarðskjálfta á svæði Eyjafjallajökuls- og Mýrdalsjökuls.


Á síðu Veðurstofu Íslands má fá ýmis rauntíma gröf yfir vöktun Mýrdals- og Eyjafjallajökuls 2010. Sjá síðu Jarðvísindastofnunar HÍ.


Síða Mílu með tengingu við vefmyndavél á Valahnúk, Þórólfsfelli og Hvolsvelli (sýnilegt og innrautt litróf).


Samkvæmt efnagreiningu gosefna frá Eyjafjallajökulsgosinu er það íssúrt berg í millibergröð. Sjá efnagreiningu og stöðu innan bergsyrpu. |Tefnagreining|


Við túlkun atburðarásar á Eyjafjalla- og Kötlusvæðinu er einkum horft á 3 atriði:2

  1. Innskotavirkni undir Eyjafjallajökli,
  2. Kvikuinnstreymi í kvikuhólf Kötlu,
  3. Laungúll rís undir Goðabungu. ◊.

Atburðarás
2010 Talsverður jarðhiti virðist í undir vatni í gígnum og leggur gufu upp af vatninu.

07.06.2010 Samkvæmt minnisblaði Veðurstofu Íslands og Jarðvísindastofnunar HÍ eru síðustu ummerki um gosvirkni þann 7. júní 2010.

27.04.2010 virðist hraun hafa runnið ≈ 1 km til norðurs frá gjallgígnum í jökulkatlinum.

24.04.2010 Hraunrennsli heldur áfram og kraftmiklar hljóðbylgjur berast frá gígnum þegar gosgufur í ísúrri seigri kvikunni brjótast út.

19.04.2010 virðast gígbarmar hafa myndast umherfis gíginn niðri í gígkatlinum og út lofti glittir í hraun í gígnum.

Kvikusprengingar í jökulvatninu þeyttu upp ösku sem barst með vindi til austurs og suðurs. Öskugeiri fínustu kornanna stöðvaði flugsamgöngur (SAVAA & IAVCEI RSC) í norðanverðri Evrópu. Sjá síður SACS um mælingar á gosefnum í háloftunum. Þar má einnig sjá mynd af hlutum hreyfils B-747 ◊. eftir að hafa flogið í gegnum gjóskuský frá eldfjallinu Galunggung á vestanverðri Jövu (7°15'0"S 108°3'0"E) á leið sinni frá London til Aukland í Ástralíu 24. júní 1982.

Gos hófst í Eyjafjallajökli ≈ 06:50 14. apríl. Gosið kom upp á 2 km langri N-S gossprungu sem skar suðurbarm toppgígs Eyjafjallajökuls. Gosinu fylgdu jökulhlaup sem í fyrstu flæddu til suðurs í Svaðbælisá og til norðurs um farveg Gígjökuls. Seinna hafa flóðin nær eingöngu runnið til norðurs í Jökullón við sporð Gígjökuls og þaðan í Markarfljót.

Gos hófst á stuttir N-S sprungu sunnan Stóru-Fannar á Finnvörðuhálsi 20.03.2010, kl. 23. Gosinu virðist hafa lokið 12. apríl 2010.

Á síðu Veðurstofu Íslands má sjá yfirlit frá 1991 til 2010 yfir uppsafnaðan fjölda skjálfta, stærðir skjálfta, fjölda skjálfta á mánuði. fyrir Eyjafjallajökul, Mýrdalsjökul og Torfajökulssvæðið.
2008   Myndin sýnir landris á Kötlusbæðinu frá 2004 til ágústloka 20083 Lágtíðniskjálftar og staðbundið ris við Goðabungu eru túlkaðir sem hreyfing á laungúl þar undir.3:11 Mynd sem sýnir kraftvægi jarðskjálfta á Fimmvörðuhálsi og í Kötlu frá 1. Jan. 1997 til 1. Jan. 2008:3:12
2004   Myndin sýnir landris á Kötlusvæðinu ◊. frá 2001 til 20043
2000   Myndin sýnir landris við Eyjafjallajökul 1998 - 2000 ◊.
1999   Landris hófst með miðju á 4 – 5 km dýpi undir norðanverðri Kötluöskjunni og frá 2001 fór skjálftavirkni vaxandi og þá einkum undir Goðabungu.2
1999 Aftur varð vart við innskot undir suðurhlíðum Eyjafjallajökuls en ekki á sömu slóðum og 1994. Jarðskjálftavirkni byrjaði að vaxa í mars 1999 og landris stóð í tæpa 10 mánuði eða frá júlí 1999 og var lokið í maí árið 2000.2
1999 Þann 18. Júlí þetta ár var vart við smáhlaup undan Sólheimajökli og því líklegt að smágos hafi orðið undir Mýrdalsjökli á þessm tíma.2
1994 Landris hófst með innskoti kviku undir hlíðum Eyjafjallajökuls.2



Heimildir:   1 Helgi Torfason og Höskuldur Búi Jónsson 2005: „II. Jarðfræði við norðvestanverðan Mýrdalsjökul“, Í Hættumat vegna eldgosa og hlaupa úr vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli / Ríkislögreglustjóri, Háskólaútgáfan.
2 Páll Einarsson, Heidi Soosalu, Erik Sturkell, Freysteinn Sigmundsson og Halldór Geirsson 2005: „IX. Virkni í Kötlueldstöðinni og nágrenni hennar síðan 1999 og hugsanleg þróun atburðarásar“ Í Hættumat vegna eldgosa og hlaupa úr vestanverðum Mýrdalsjökli og Eyjafjallajökli / Ríkislögreglustjóri, Háskólaútgáfan.
3 Sturkell, Erik et al. 2010: „Katla and Eyjafjallajökull Volcanoes“ ELSEVIER B.V.
4 Vefsíða Náttúrufræðistofnunar Íslands (Sótt 25.03.2010)
<http://www.ni.is/frettir/nr/1184>