staðsetningarkerfi, hnattræn: [GPS, Global Positioning System] er hnattrænt staðsetningarkerfi sem byggir á gervihnöttum sem ganga umhverfis jörðina á nákvæmlega ákveðnum brautum og rafssegulbylgjum (útvarpsbylgjum) sem þeir senda frá sér. GPS gerir mögulegt að mæla þrívíða staðsetningu (með lengd, breidd og hæð) hvar sem er á jörðinni.


GPS gervihnettirnir eru amk. 24 á sex nákvæmlega ákveðnum brautum í 20.200 km (10.900 sM) og með 55° brautarhalla og 12 klst. umferðartíma. Gervihnöttunum er komið þannig fyrir að ávallt eru amk. 6 sjáanlegir frá sérhverjum stað á jörðinni. Hnettirnir útvarpa staðsetningarupplýsingum og tímamerkjum í sífellu.


Móttökutækið mælir hversu lengi rafsegulbylgjurnar eru að berast frá 3 hnöttum og reiknar þannig út þrívíða staðsetningu. Í GPS-gervihnöttunum er afar nákvæm frumeindaklukka og mikilvægt er að klukkur móttökutækjanna slái í takt. Mismunur sem nemur einum milljónasta getur valdið ≈ 300 m skekkju á staðarákvörðun. Ekki er hægt að ætlast til að klukkur tiltölulega einfaldra móttökutækja jafnist á við frumeindaklukku og þess vagna þarf leiðréttingarmerki frá fjórða hnettinum.


GPS-mælitækin geta bæði mælt lóðrétta hreyfingu (landris / landsig) og lárétta hreyfingu norður / suður — vestur / austur. ◊.


CGPS mælistöðvar á Íslandi. [Continuous GPS measurements = samfelldar GPS mælingar]


Sjá síðu Raunvísindastofnunar HÍ og Veðurstofu Íslans.



Sjá: INDEX → |L| → landmælingar.



Google Earth og Garmin GPS tækin gefa staðsetningu upp með hnitum [coordinates] í mismunandi rithætti og ef á að flytja þessar upplýsingar á milli þarf að umrita þær


Menntaskólinn í Reykjavík B/L Google Earth     Garmin GPS
  deg° mín. sek.    gráður
  Lat 64° 8'45.85"N  
  Lat/Long   N64.14606944444 W21.9367611  
  Long 21°56'12.34"W Hádgisbaugur er þarna ∼ 1 klst og 28 mín
á eftir Greenwich

Slóðin á síðuna þar sem hægt er að umreikna gögn fyrir Google earth ← → Garmin GPS og hér.


Gæta þarf þess að N og E er táknað með + en S og W með – og punkt [.] þarf að nota í stað íslenskrar kommu [,].



Síða með reiknivél til þess að finna lengd stórbáugs og stefnu hans.