bergsyrpa: [En: rock suite] er mengi allra þeirra bergtegunda sem hafa myndast innan eldstöðvakerfis. Áþekkar bergtegundir sem þróast hafa frá sams konar móðurkviku og við svipaðar aðstæður í möttlinum mynda bergraðir.


Storkubergi á jörðinni má skipta í fjórar meginsyrpur og virðist hver um sig þeirra tengjast „jarðfræðilegu umhverfi“.

  1. lág-alkalíska syrpan eða þóleiíska syrpan myndast á rekhryggjum.

  2. alkaíska syrpan á úthafseyjum (Hawaii )

  3. há-alkalíska syrpan á úthafseyjum og víðar

  4. kalk-alkalína syrpan á sökkbeltum td. á „eldhringnum“.


Bergsyrpurnar myndast í megineldstöðvum og er alkalíska bergsyrpan einkennandi fyrir Snæfellsnes og Vestmannaeyjar en lág-alkalíska bergsyrpan (þóleiíska) einkennir rekbeltið sem liggur um Reykjanes, Langjökul, Hofsjökul og þaðan frá Grímsvötnum og þaðan norðr í Axarfjörð. Eldstöðvarnar á Suðurlandi frá Kötlu til Heklu mynda bergsyrpur sem falla á milli þessara tveggja þe. „millibergröðin“.


Fyrstu þrjár syrpurnar er auðvelt að skilgreina og á grafi þar sem styrkur alkalímalmanna Na2O + K2O er dreginn á móti kísli (SiO2). Á myndinni eru lág-alkalísku (þóleiíska syrpan) og alkalísku syrpurnar á Íslandi bornar saman.


Kalk-alkalínu syrpuna má td. greina frá þóleiísku syrpunni með grafi þar sem styrkur FeO er dreginn á móti kísli (SiO2)



Heimild:     Sigurður Steinþórsson 2003: „Hvernig er talið að ólíkar kvikugerðir sem koma upp í íslenskum eldstöðvum verði til?“. Vísindavefurinn 11.11.2003. < http://visindavefur.is/?id=3851 >. (Skoðað 16.4.2010) leitarorð: bergsyrpur.