bergröð: [En: rock series] á við berg sem þróast hefur frá sams konar móðurkviku við svipaðar aðstæður í möttlinum. Hér á landi má skipta storkubergi í þrjár bergraðir eftir þeim bergsyrpum ◊ sem mynda þær. |T| þóleiítbergröð, alkalíbergröð og millibergröð. ◊
Meginbergraðirnar eru tvær. Annars vegar svokölluð alkalíbergröð [ALKALI OVIVINE BASALTS] og hins vegar þóleiítbergröð [THOLEIITES]. Báðar þessar bergraðir taka breytingum eftir mismunandi hlutfalli alkalímálma (natríns og kalíns) og kísils (SiO2) og þróast þær þannig hvor á sínum meiði. Það sem einkum skilur þessar bergraðir að er hlutfall alkalímálmanna en það er miklu hærra í alkalíbergröðinni en þóleiítbergröðinni.
Á milli alkalí-bergraðarinnar og þóleiít-bergraðarinnar má greina svokallaða millibergröð eða millibasalt [TRANS ALKALI BASALTS] sem hefur ýmis einkenni beggja hinna fyrrnefndu. |Tbergraðir| Í hverri bergröð eru svo mismunandi bergtegundir sem flokka má í basískar, ísúrar og súrar bergtegundir. |TÞóleiítbergr.|
Bergtegundir þóleiítbergraðarinnar finnast á Mið-Atlantshafshryggnum og þeim gos- og gliðnunarbeltum (rekbeltum) á Íslandi sem eru hluti af honum. Bergtegundir alkalíbergraðarinnar finnast hins vegar í jaðarbeltunum (reklausum beltum) (utanhryggjabeltunum) á Snæfellsnesi og Vestmannaeyjasvæðinu og er talið að alkalískt basalt verði til við hlutbráðnun á mun meira dýpi en þóleíska basaltið. Þær bergtegundir sem flokkast til millibergraðarinnar finnast um miðbik suður-gosbeltisins frá Kötlu til Heklu.
Í öllum bergröðunum er að finna djúpbergstegundir sem samsvara gosbergstegundunum sbr. áður nefnda töflu. |Tbergraðir|
Sjá bergsyrpur.