Jarðfræðiglósur GK

sökkbelti: (niðurstreymisbelti) [subduction zone] eru á flekamótum þar sem úthafsskorpa rennur undir meginlandsskorpu eins og td. á eldhringnum. ◊.


Illa gekk að sýna fram á að þetta ætti sér stað en í stóra jarðskjálftanum [9,2 Mw] föstudaginn langa 27. mars 1964 125 km austur af borginni Anchorage í Alaska urðu miklar jarðskorpuhreyfingar við ströndina og komu þær af stað mikilli fljóðbylgju. Niðurstöður úr rannsóknum bandaríska jarð- og jarðskjálfta-fræðingsins, George Plafker1 urðu til þess að sýna fram á virkni sökkbeltanna í djúpálum á mórum úthafs- og meginlandsfleka.


Við niðurstreymið verður hlutbráðnun bergs sem berst niður með úthafsflekanum. ísúr kvikan (andesít) stígur upp og myndað stóra berghleifa eða veldur eldgosum. Eldkeilur ◊. og ísúr og súr sprengigos einkenna þetta svæði; [subduction volcano]. Svokallaðar ofureldstöðvar er einnig að finna á sökkbeltunum.


Eldvirknin á þessu svæði tekur virkan þátt í hringrás CO2 í andrúmslofti jarðar;. Kalksteinn í úthafsseti berst með flekanum og bráðnar upp á flekamótunum.

◊.



Sjá síðu um flekakenninguna, fellingafjöll.





Heimildir:  
  1 Plafker, George 1965: „Tectonic Deformation Associated with the 1964 Alaska Earthquake“ Science, June 1965, Vol. 148, No.3678, pages 1675-1687.