flekakenningin: [plate tectonics] gerir ráð fyrir því að jarðskorpan skiptist í fleka ◊ ◊ sem vaxa á flekaskilum en eyðast á flekamótum.
Til þess að fylgjast með því að samningurinn um bann gegn tilraunum með kjarnorkuvopn í gufuhvolfinu, himingeimnum og neðan sjávar 1963 ◊ ◊ yrði haldinn var samtengt net 321 jarðskjálftamæla sett upp. Fljótlega kom í ljós að upptök skjálftanna voru á vissum svæðum sem fylgdu mörkum fleka í jarðskorpunni.1 ◊
Flekakenningin gerir ráð fyrir því að jarðskorpan skiptist í fleka sem vaxa á flekaskilum en eyðast á flekamótum. ◊ Botnskriðskenningin sýndi fram á að úrhafsskorpa vex við rekhryggi á flekaskilum en verr gekk að útskýra hvað gerist á flekamótum. Stórir jarðskjálftar eins og td. sá sem varð í Anchorage, Alaska [9,2 Mw] 1964 urðu svo til þess að menn skildu betur hvernig úthafsfleki sekkur við djúpála í sökkbeltum á flekamótum og skríður undir meginlandsfleka.
Sjá nánar.
Sjá síðu um flekaskilastökk.
Sjá INDEX → L → landrek.
Heimildir: | ||
1 | R. Avenhaus et al. 2006: 3.5 Comprehensive Nuclear-Test-Ban Treaty CTBT Verification í Verifying Treaty Compliance | |