Laust eftir 1960 lýstu þeir John F. Kennedy fyrir hönd Bandaríkjanna og Nikita Khrushchev fyrir hönd Sovétríkjanna yfir áhuga á að koma á banni við tilraunum með kjarnorkuvopn. Milliríkjasamningur um takmarkað bann við kjarnorkusprengingum í andrúmslofti, á landi og í vatni komst svo á 1963 (The Limited Test Ban Treaty of 1963 (PTBT)). ◊ ◊ ◊ Til þess að fylgjast með því að staðið væri við samninginn þurfti að koma upp þétt riðnu neti jarðskjálftamæla og safna gögnum frá mælingunum og greina þau kerfisbundið. Í kjölfarið fóru svo að berast inn gögn um alla stóra skjálfta á misgengjum í jarðskorðunni sem sýndu stærð þeirra eðli og upptök. Fljótlega kom í ljós að skjálftaupptökin mynduðu mjó belti um jarðarkúluna ◊ sem sýndu flekamót og flekaskil jarðskorpunnar [interplate earthquakes]. Stærstu og dýpstu skjálftarnir reyndust vera á samgengjum flekamótanna en skjálftar á flekaskilunum sýndu nær eingöngu siggengi auk þess að sýna sniðgengi á þverbrotabeltum miðhafshryggjanna.
Helstu jarðskjálftasvæðum jarðar [earthquake zones] má skipta í þrennt. Flestir eða 80% allra skjálfta verða á svokölluðu Kyrrahafsbelti — eldhringnum“. ◊ Næstflestir skjálftar verða á belti sem nær frá Gíbraltar um Miðjarðarhafslönd, Anatólíu og þaðan austur um fjalllendi Asíu en þarna verða um 15% skjálfta. Í þriðja lagi er skjálftasvæði úthafshryggja eins og Atlantshafshryggjarins. ◊ Grunnir skjálftar eru á öllum þessum svæðum en djúpir skjálftar verða einkum við djúpálana. ◊ ◊
Auk þess verða svokallaðir innflekaskjálftar (innplötuskjálftar) [intraplate earthquakes] einkum þar sem gamlir brestir eru í jarðskorpunni.
Sjá síðu USGS um sögulegt yfirlit yfir stærstu jarðskjálfta síðan 1900 og stóra og mannskæða jarðskjálfta.
Sjá síðu USGS um sögulega jarðskjálfta [Historic World Earthquakes].
Sjá ennfremur síðu yfir rauntíma skráningu jarðskjálfta á jörðinni.
Hlekkir í vefsíður erlendra fréttamiðla um stóra skjálfta.
Sjá INDEX → J→ jarðskjálftar.
Sjá INDEX → L → landrek.