Sniðgengi [En: strike-slip faults, lateral fault; De: Blattverschiebung] verður ef lóðréttir misgengisfletir renna fram með hvorum öðrum. - Þegar mestu og minnstu spennukraftar í berginu eru láréttir og jafnframt hornréttir hvor á annan verður sniðgengi. Þá bresta jarðlögin og hliðrast eins og sýnt er á mynd ◊ Misgengisflöturinn verður lóðréttur og myndar hann 30° - 40° hvasst horn, við stefnu mestu spennu. Á sniðgengjunum er gerður greinarmunur á hvort þau séu hægra eða vinstra sniðgengi. ◊ ◊ sýna vinstra sniðgengi. Manni sem stendur við brotalínuna og horfir yfir, sýnist landið andspænis hafa færst til vinstri.
Sjá fleiri myndir:
Sjá: misgengi, siggengi, samgengi.
Sjá um hliðrun sniðgengja á yfirborði yfir djúpt liggjandi sniðgengi.
Sjá Index → M → misgengi