Siggengi [En: normal fault; De: Abschiebungen, Normale Verwerfungen] verður á hallandi fleti þegar annar barmurinn sígur og rennur niður misgengisflötinn. Þegar lóðrétta bergþungaspennan er mest og allar láréttar spennur eru minni en hún verður siggengi. Misgengisfletinum hallar þá vanalega inn undir berglagastaflann sem sígur og strik flatarins er hornrétt á minnstu spennu. Siggengi eru algeng á gliðnunarbeltum flekaskilanna. ◊. Við siggengi myndast gjarna sigdalir eins og Gjástykki í Þingeyjarsýslu og Þingvallalægðin.


Myndir af siggengjum:


Sjá: misgengi, sniðgengi, samgengi.


Sjá Index → M → misgengi