Siggengi [En: normal fault; De: Abschiebungen, Normale Verwerfungen] verður á hallandi fleti þegar annar barmurinn sígur og rennur niður misgengisflötinn. ◊ Þegar lóðrétta bergþungaspennan er mest og allar láréttar spennur eru minni en hún verður siggengi. Misgengisfletinum hallar þá vanalega inn undir berglagastaflann sem sígur og strik flatarins er hornrétt á minnstu spennu. Siggengi eru algeng á gliðnunarbeltum flekaskilanna. ◊ ◊. ◊ Við siggengi myndast gjarna sigdalir eins og Gjástykki í Þingeyjarsýslu og Þingvallalægðin.
Sjá: misgengi, sniðgengi, samgengi.
Sjá Index → M → misgengi