Samgengi [En: reverse fault, thrust fault; De: Aufschiebung, Überschiebung] verður á hallandi misgengisflötum ef annar barmur misgengis gengur upp og yfir hinn.◊
- Sé lóðrétt bergþungaspennan minnst, en spenna úr öllum láréttum áttum meiri, og þá mest úr einni átt, verður til samgengi. Misgengisfletinum hallar þá minna en 45° og strik hans er hornrétt á mestu spennu. Vegna fláans sem misgengisflöturinn myndar rennur annar jarðlagastaflinn upp á hinn.
Spenna hlóðst upp þegar svokallaður Nazcafleki tróðst undir meginland Suður-Ameríku. Líkur skjálfti varð í Anchorage í Alaska 1964 (MW = 9,2) en þar er Kyrrahafsflekinn að troða sér undir meginland Norður-Ameríku hjá Alaska. ◊
◊
◊
◊
◊.
Þversnið af samgenginu frá austri og til vesturs og undir Honsu ◊.
— stærstu eyjarinnar ◊
í Japan.
Samgengið við Súmötru: ◊.
Sjá ennfremur um tsunami.
Tákn samgengis á korti. ◊ 
Sjá: misgengi, siggengi, sniðgengi.
Sjá Index → M → misgengi