misgengi: verður þar sem jarðlög haggast og fletir brotsins ganga á misvíxl á brotalínu. Sniðgengi verður ef misgengisfletir renna lárétt fram hvor með öðrum. Sniðgengi geta gengið til hægri eða vinstri og heita þá hægra eða vinstra sniðgengi. Siggengi verður þegar slútveggurinn sígur niður miðað við flávegginn. Samgengi verður á hallandi misgengisflötum þegar slútveggurinn færist upp miðað við flávegginn.


Sjá: misgengisstallur, lóðfærsla misgengis, þverfærsla misgengis.



Sjá INDEX → M → misgengi