Rotnun bindur súrefni og losar CO2 en þegar hún verður ekki eykur það á styrk O2 í gufuhvolfinu. Þegar mór í fenjum og mýrum grefst í jörðu og verður að kolum binst CO2 en snýr ekki aftur til andrúmsloftsins við rotnun. Afoxun CO2 í mýrunum losar einnig O2, sem hverfur þá til andrúmsloftsins. Styrk CO2 og O2 í gufuholvinu má því að vissu marki rekja til greftrunar kolefnis en aðrir þættir hafa þó þó enn meiri áhrif. Einkum verða miklar breytingar á styrk CO2 við efnaveðrun á yfirborði jarðar, myndbreytingu og eldgos.
Mynd ◊. sýnir hringrás CO2 óháð ljóstillífun og öndun. Veðrun á landi tekur til sín CO2 frá andrúmsloftinu til að brjóta niður berg með efnaveðrun. Þetta er CO2 sem hefur bundist vatni í gufuhvolfinu og myndað kolsýru H2CO3. |T| Kolsýran leysir upp kalsít og losar þannig Ca+2 og myndar um leið vetniskarbónat (HCO3-). Þessar jónir berast í höfin þar sem þær falla út og mynda kalkstein ◊ ◊ eða skeljar lífvera. ◊ ◊. ◊
Kalklögin berast svo með jarðskorpuflekum að niðurstreymisbeltum þar sem bergið ýmist myndbreytist og bráðnar. Bæði eldgos og myndbreyting losa CO2 aftur út í andrúmsloftið.
Öll hringrás CO2 byggir á tilvist vatns á yfirborði Jarðar. Regn ber CO2 inn yfir þurrlendi, árnar bera efnasambönd til sjávar þar sem efnaset fellur til og vatn lækkar bræðslumark bergsins við hlutbráðnun á neðurstreymisbeltunum.
Sjá einnig CO2 í gufuhvolfinu og styrk CO2 á ýmsum tímabilum jarðsögunnar. ◊
Sjá niðurstreymilbelti.