berghleifur: [batholith; gr.: bathos, dýpi + lithos, berg] bergkvika sem storknað hefur langt undir yfirborði jarðar einkum í rótum fellingafjalla; .


Þessi innskot eru vanalega margir km í þvermál enda vaxa þau og sameinast á milljónum ára er þeim bætist kvika að neðan og geta þau myndað gríðarstóran berghleif sem getur orðið meira en eitt þúsund km að lengd. Berghleifurinn undir Coast Range í Norður-Ameríku er t.d. meira en 1600 km langur og 40 - 150 km breiður. Álíka stór berghleifur er undir Andesfjöllum. Berghleifar finnast varla meðal íslenskra djúpbergsmyndana en oft eru stærstu innskotin flokkuð sem smáir berghleifar. Þau hafa líklega myndast er kvika í kvikuþróm storknaði.


Sjá síðum um Machu Picchu í Perú.


Myndir af berghleif í Yosemite þjóðgarðinum í Bandaríkjum Norður-Ameríku:


Sjá yfirlit yfir innskot.