ankaramít: [ankaramite] basískt berg í alkalíbergröðinni. Það er auðugt að ólívín- og ágítdílum í smákornóttum grunnmassa.


Ankaramít finnst einkum kringum Eyjafjallajökul td. í Kálfshamri, Pöstum og Dysjarhóli við Hvammsmúla. ◊. ◊. Þar eru dæmigerð sýni úr feldspötum (21%), ágíti (37%), ólívíni (33%) og seguljárnsteini (9%). Dílarnir eru flestir úr ólívíni 56% en ágítdílarnir eru um 42%.


Stór steinn austan brúarinnar yfir Jökulsá á Sóllheimasandi er úr ankaramíti.


|Tbergraðir|




Heimildir:    Sigurður Steinþórsson 1964: „The Ankaramites of Hvammsmúli, Eyjafjöll, Southern Iceland“, Acta Naturalia Islandica, VOL. II — No. 4.
Sigurður Steinþórsson 1981: „Ísland og flekakenningin“. Í (Vilhjálmur Þ. Gíslason (ritstj.)) Náttúra Íslands 2. útgáfa, Almenna Bókafélagið. bls. 29 - 63.