halli jarðlags: er sagður til þeirrar áttar sem vatn rennur í. Lárétt jarðlag hefur 0° halla en lóðrétt jarðlag 90° halla.


Til að lýsa halla jarðlaga frekar eru notuð hugtökin strik [strike] og halli [dip]. Strik jarðlags er skurðlína þess við láréttan flöt og hallinn er hornréttur á það.


Jarðlagi hallar [dipping] td. til norðurs eða austurs en fyrirbæri sem eiga helst að vera lóðrétt eins og hús geta hallast.