kvikuhólf: kvikugeymir, myndast þegar kvika stígur upp frá kvikuþró og nær að mynda innskot, kvikuhólf, nær yfirborði. Þetta gerist einkum þegar kvikan hefur náð að þróast td. við hlutbráðnun en við það hækkar SiO2 kvikunnar og hún verður eðlisléttari; [magma chamber].


Við jarðboranir með jarðbornum Tý í Vítismó í Kröflu 24.06.09 lenti borinn í þrálátum festum. Glerjuð bergsýni sem bárust upp með kælivatninu voru talin benda til þess að borinn hefði komið niður á bráðið berg á 2.100 m dýpi.


Sjá kvikuþró, eldstöðvakerfi og Mogi-líkan.