Tungnafellsjökull er lítið jökulhvel, 10 km langt og 5 km breitt, vestan við Vonarskarð. ◊ ◊ ◊ Norðan jökulsins er móbergsfjallið Tungnafell, 1.387 m sem jökullinn dregur nafn sitt af. Jökullinn þekuur að mestu aðra, þá vestari, af tveimur öskjum megineldstöðvar en sú eystri liggur í Vonarskarði og þar má finna ríólíthraun. ◊. ◊. Eldstöðin hefur ekki verið virk eftir landnám, en gossprungur frá nútíma eru norðaustan við jökulinn. Sunnan jökulsins hefur skriðjökull hans grafið Jökuldal (Nýjadal) en við mynni hans er skáli Ferðafélags Íslands. ◊
Syðst í eldstöðvakerfi Tungnafellsjökuls og Vonarskarðs er óðal megineldstöðvar með Nyðri- og Syðri- Hágöngum sem eru áberandi hraungúlar í landslaginu ◊. ◊ ◊