Öræfajökull er mesta nútíma eldfjall Íslands ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ ◊ og jafnframt þriðja hæsta eldfjall Evrópu en Etna á Sikiley ◊ og Beerenberg á Jan Mayen eru hærri. ◊ Að rúmmáli kemur Öræfajökull næst Etnu og hann er a.m.k. fjórum sinnum rúmmálsmeiri en Snæfellsjökull. ◊ Vitað er um tvö gos í Öræfajökli á sögulegum tíma. Árið 1362 gaus hann mesta þeytigosi |Öræfajökull 1362| ◊. sem orðið hefur í Evrópu síðan Vesúvíus eyddi Pompeii með miklu gosi árið 79 e.Kr. ◊ ◊ ◊ Slík gos eru oft nefnd plínísk eftir Pliny yngra sem lýsti Vesúvíusgosinu. Gosið í Öræfajökli eyddi allri byggð í Litlahéraði sem þá var og hét. Rúmmál gjóskunnar var líklega um 10 km3. Þetta var dasítgjóska og barst mestur hluti hennar á haf út. Aftur gaus Öræfajökull árið 1727 en miklu minna gosi. Í þetta sinn gaus fjallið basaltgjósku.
Sjá grein um hraunstöpla. (Öræfajökull)