hraunstöplar myndast oft í súrum og jafnvel ísúrum eldstöðvum þegar kvikan er svo seig að hún myndar tappa sem stíflar gígrásina en nær þó að mjakast ofurlítið upp vegna þrýstings neðan frá, þannig að efri hluti tappans ýtist að hluta upp úr gígnum og ber yfir gígbarmana. Ekki er alltaf auðvelt að segja til um hvort gígfyllingin hafi ýst upp eða kápa eldkeilunnar, sem umlykur gígfyllinguna, hafi sigið. Talið er að Hvannadalshnúkur, hæsti tindur landsins 2119 m, hafi myndast sem hraunstöpull upp úr gígbarmi Öræfajökuls; [lava plug].


Sjá grein um Öræfajökul.


Sjá nánar um eldský.


Til baka í föst gosefni.