skrautsteinar: [gemstone] eru ýmsar fágætar steindir sem lofaðar eru fyrir fegurð og endingu. Verðmætustu skrautsteinarnir eru nefndir gimsteinar. Örfá ókristölluð efni af lífrænum uppruna falla í hóp skrautsteina eins og t.d. perlur, rauður kórall og raf.


Af yfir 2.000 greindum steindum eru aðeins innan við 100 notaðar sem skrautsteinar og aðeins 16 mikilvægar í því sambandi. Þær eru beryl, chrysoberyl, kórund, demantur, feldspat, granat, jaði, lazurít, ólívín, kvars, mánasteinn, ópall, spínill, tígurauga, tópas, túrmalín, turkís og sirkon. Sumar þessara steinda mynda fleiri en eina tegund skrautsteina. Úr beryli fæst t.d. smargarður og aquamarin og gagnsæ afbrigði kórund eru rúbín og safír. Í öllum tilfellum þarf að skera og slípa þessar steindir á sérstakan hátt til notkunar í skartgripi.


Malakít er notað í skrautmuni en of lint til að nýtast í vel í skartgripi.