turkís: [F: CuAl6(PO4)4(OH)8 · 4H2O] vatnað kopar og álfósfat sem er mjög mikið notað sem skrautsteinn. Turkís er síðsteind sem fallið hefur út í vatni og finnst einkum sem æðar í álríku, veðruðu gos- og setbergi. Einhverjar elstu námurnar voru á Sinaiskaga á 4. öld fyrir Krist. Það var flutt til Evrópu um Tyrkland og af því er nafnið líklega dregið; [turquoise].



Sjá skrautsteindir.