tópas: er álsilíkat sem inniheldur flúor. Talið er að steindin myndist við útgufun á storkubergi undir lok kristöllunar bráðsins. Tópas finnst einkum í holum í rýólíti og graníti, í pegmatítgöngum bergæðum mynduðum í miklum hita; [topaz].


Talið er að tópas hafi verið óþekktur til forna og að átt sé við chrysolite þegar tópas er nefndur í fornum ritum.



Tópas — helstu einkenni
F: Al2(F,OH)2SiO4
×× Orthorhombískt H: 8
Gl: Glergljái, silkigljái Em: 3,5 – 3,6
Li: Litlaus, fölblár, gulur, gulbrúnn, rauður. #  Góð
F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur.


Sjá skrautsteindir.