Granat

Granat hefur fundist á nokkrum stöðum í mjög ummynduðu bergi í nánd við innskot á rofnum útkulnuðum háhitasvæðum þar sem ummyndun er mest. Það myndar brúnleita eða rauðbrúna smáa margflötunga sem vaxa stakir. Það finnst gjarnan með epidóti. Granat er harðasta steindin sem hér finnst; [garnet].


Nokkur dæmi um granat í myndbreyttu bergi:


Granat — helstu einkenni
F: Ca3Al2Si3O12
×× Kúbískt H: 6,5 - 7,5
Gl: Glergljái Em: 4
Li: Brúnleitur til rauðbrúnn #  Slæm
F = formúla, ×× = kristalkerfi, H = harka, Em = eðlismassi, # = kleyfni, Gl = gljái og Li = litur.


Erlendis er granat algengt í myndbreyttu bergi.