beryl: er beríl ál silíkat (Be3Al2(SiO3)6) og er bergið notað til framleiðslu frumefnisins beríl, Be. Ýmis afbrigði beryls eru eftirsótt sem gimsteinar. Má þar nefna akvamarín [aquamarin], (fölblátt til grænt),  smargarð [emerald] (grasgrænt),  helidor (gullið beryl) (gult)  og morganit (bleikt).  Beryl finnst í graníti og pegmatítgöngum og einnig í gneisi og glimmer flögubergi. Mjög stórir berylkristallar hafa fundist t.d. 200 tonna kristall í Brasilíu.



Sjá skrautsteindir.



Sjá síðu um kristalkerfin.